Málþing og skýrsla um geðheilbrigði nemenda

Við höfum um árabil barist fyrir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og lýsum nú yfir verulegum áhyggjum af andlegri heilsu nemenda. Öll viðvörunarljós loga rauð þar sem sláandi tölum berast úr öllum áttum.

Aðstæður kannaðar

Síðastliðinn vetur gerðum við tvær kannanir, annars vegar úttekt á þeirri stoðþjónustu sem stendur nemendum til boða í þeim 31 skólum sem eiga aðild að SÍF, þ.e.a.s. nemendafélögin eru aðildarfélög SÍF og hinsvegar á þeirri sálfræðiþjónustu sem stendur nemendum til boða, innan skólanna og á heilsugæslum. Meðal niðurstaðna má nefna að boðið er upp á sálfræðiþjónustu í innan við helmingi skólanna og meðal biðtími eftir viðtali hjá sálfræðingi á heilsugæslu er 9,5 vikur.

Skýrslan

Skýrsluna Kortlagning stoðþjónustu í framhaldsskólum og aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu um úttektirnar má finna hér: https://drive.google.com/…/1LO9avs0ktoIfndIPFi8…/view…

Málþingið

Í tilefni að útgáfu skýrslunnar héldum við hádegismálþing fimmtudaginn 2. september sem bar yfirskriftina Geðheilbrigði framhaldsskólanema: Málþing um aðgengi að sálfræðiþjónustu. Málþingið fór fram í Hinu húsinu, ungmennahúsi Reykjavíkurborgar. Bæði var í boði að mæta og að fylgjast með beinu netstreymi á vísi.is og þökkum við öllum þeim fyrir sem fylgdust með.

Dagskrá

Á málþinginu voru haldin eftirfarandi erindi:

  • Sigvaldi Sigurðarson, verkefnastjóri á skrifstofu SÍF, með erindið “Í frjálsu falli.”
  • Guðrún Randalín, aðstoðarskólameistari Tækniskólans, með “Kæri sáli – reynsla Tækniskólans af sálfræðiþjónustu innan skólans.”
  • Fríður Reynisdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann við Hamrahlíð, með “Heildstæð stoðþjónusta fyrir framhaldsskólanemendur.”
  • Júlíana Garðarsdóttir, sálfræðingur við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, með “Að vinna í skólanum.”
  • Aníta Þula Benediktsdóttir Cummings með “Reynslusaga nemanda.”

Og að auki ávörpuðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, málþingið. Að lokum voru pallborðsumræður með frummælendum og ráðherrum. Fundarstjóri var Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search