Saga framhaldsskóla á Íslandi

Penni: Elís Þór

Framhaldsskólar eru í raun nokkuð ný fyrirbæri en uppruni þeirra á sér langa sögu. Hér verður farið stuttlega yfir hvernig þeir urðu til og upphaf þeirra skóla áttu sem stærstan þátt í að móta menntakerfi Íslands og þróun framhaldsskóla. 

Uppruni skóla á Íslandi

Elsti skóli á Íslandi sem heimildir eru fyrir er Skálholtsskóli. Eftir að Ísleifur Gissurarson hafði gerst fyrsti biskupinn árið 1056 stofnaði hann skóla til að mennta syni höfðingja og þjálfa presta í latínu og guðfræði. 

Þegar annað biskupsdæmi var stofnað á Hólum í Hjaltadal árið 1106 var þar líka settur á fót skóli. Skólinn var lagður niður 1802 og á vissan hátt endurreistur seinna. Í dag er þar Háskólinn á Hólum. Lítið er vitað um smáatriði kennslu þessara skóla. 

Menntaskólinn í Reykjavík 

Skálholtsskóli var svo færður árið 1784 til Reykjavíkur. Þar flutti hann milli húsnæða og skipti nokkrum sinnum um nafn áður en hann fékk sitt endanlega aðsetur á Lækjargötu 7. Þá fékk hann nafnið Lærði skólinn og hlutverk hans var að mennta nemendur til háskólanáms í Danmörku eða annars staðar í Evrópu, þá eini skólinn af þessu tagi. Seinna, þegar menntaskólar í sinni nútímalegri mynd voru stofnaðir, var hann endurskírður Menntaskólinn í Reykjavík árið 1937.

Kvennaskólinn í Reykjavík

Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1874 af hjónunum Páli og Þóru Melsteð. Hann var upphaflega bara fyrir konur en árið 1977 opnaði skólinn fyrir öllum. Helsta kennslan fór fram í húsi við Fríkirkjuveg 9 þar sem í dag eru kennaraskrifstofur og bókasafn. Í dag á skólinn nokkur hús, m.a. Miðbæjarskóla og Uppsali sem var áður hús Verslunarskóla Íslands. 

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri byrjaði sem gagnfræðiskólinn á Möðruvöllum 1880. Hann brann árið 1902 og var síðan fluttur til Akureyrar og fékk þá heitið Gagnfræðiskóli Akureyrar. Árið 1930 var hann gerður að menntaskóla og hlaut þá nafnið Menntaskólinn á Akureyri. 

Tækniskólinn í Reykjavík

Iðnskólinn var stofnaður árið 1904 og var lengi í Iðnaðarmannafélagshúsinu við Vonarstræti (Iðnó) áður en hann flutti í húsnæði sitt á Skólavörðustíg. Skólinn var seinna samræmdur öðrum framhaldsskólum og útskrifaði sína fyrstu stúdenta árið 1989. Árið 2008 var hann sameinaður Fjöltækniskólanum og var þá nefndur Tækniskólinn í Reykjavík. 

Verslunarskóli Íslands

Verslunarskóli Íslands var stofnaður 1905 sem einkaskóli. Þá var markmið skólans fyrst og fremst að kenna verslunarfólki, búðareigendum, bókhöldurum o.s.frv. Nemendur útskrifuðust þá með verslunarpróf en ekki stúdentspróf. Árið 1945 útskrifaðist fyrsti árgangurinn úr Verslunarskólanum með stúdentspróf. Skólinn hefur oft skipt um húsnæði en hefur verið á sínum stað á Ofanleiti 1 síðan janúar 1986.  

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966 til að mæta auknum fjölda fólks í framhaldsnámi. Upphaflega var skólinn bekkjarkerfi að fyrirmynd MR en skipti yfir í áfangakerfi árið 1972 og varð þá fyrsti áfangakerfisskólinn á Íslandi. 

Fjölbrautarskólinn í Breiðholti

Fyrsti fjölbrautarskólinn var Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, stofnaður 1975 til að mæta kröfum um fjölbreyttara nám. Hann stendur í húsnæði sínu við Austurberg 5. Aðrir fjölbrautarskólar fylgdu hans fyrirmynd og voru margir slíkir, t.d. Fjölbraut Garðabæjar, stofnaðir í kjölfarið. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search