Ferðumst innanhauss

Penni: Elís Þór Traustason

Ég sé fyrir mér ljósar strendur, tærbláan sjó og kalkhvíta kletta. Húsin eru smá og liggja þétt saman á hæðinni, grænar klifurjurtir skríða eftir veggjunum. Strætin eru mjó og skuggsæl. 

Fyrr um daginn hefði ég farið í teygjustökk, daginn þar áður skoðað steinrústirnar í Knossos, einar elstu minjar Grikklands.

Ég dvel við þessar ímyndanir meðan ég opna vefsíðuna hjá ferðaskrifstofunni. Ég finn pöntunina mína. Ég smelli á „aflýsa“ og dæsi. Engin útskriftarferð á mig. Virðist sem ég muni aðeins ferðast innanhauss í sumar.  

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search