Penni: Katrín Valgerður
Faraldrar þar á meðal heims, hafa mikið verið í umræðum síðasta ár. Án vafa hefur maður velt því fyrir sér, ef að litið er snögglega yfir mannkynssöguna, hvaða heimsfaraldur eigi best við sig. Náttúrulega hafa heimsfaraldrar því miður ekki persónuleika en við getum bara ýmindað okkur hvernig þeir mundu hegða sér ef þeir væru alvöru manneskjur. Nú koma staðalímyndirnar sterkar inn og sérstaklega menntaskóla-týpurnar. Með því að svara eftirfarandi spurningalista eftir bestu getu, getur þú fengið að komast að því hvaða faraldur passar best við þig.
1. Hvar ætlar þú að vinna í sumar?
a) Krónan
b) Á eftir að finna mér vinnu
c) Elliheimili
2. Hvað er daglega screen-timeið þitt mikið?
a) 10+ tímar
b) 15+tímar
c) 3-6 tímar
3. Hvenær last þú seinast bók?
a) Í 8. bekk
b) Les ekki bækur
c) Man það ekki, örugglega þegar ég þurfti að lesa eitthvað fyrir skólan
4. Veldu tónskáld:
a) Bach
b) Beethoven
c) Mozart
5. Uppáhalds fag
a) Stærðfræði
b) Félagsfræði
c) Enska
6. Hvar verslar þú föt?
a) Kolaportinu
b) HM
c) Spútnik
7. Veldu Shrek mynd:
a) Shrek 3
b) Shrek 2
c) Shrek 1
8. Hvað drekkuru marga orkudrykki á dag?
a) svona sirka 3
b) á maður að telja?
c) 1-2
9. Veldu listatímabil:
a) Impressíonismi
b) Barokk
c) Endurreisnartímabilið
10. Hvað er vinahópurinn þinn stór?
a) 2-3 manneskjur
b) Svona 5 manneskjur sirka
c) 10+ manneskjur
Flest a) Þú ert Svartidauði
Þú ert mjög intimidating og ég er skíthrædd við þig. Þú ert samt mjög klár manneskja og átt örugglega eftir að ná langt í lífinu. Ekki óttast við að fara aðeins út fyrir þægindaramman þinn og tala við meira fólki. Þú ættir samt verulega að vinna í trust-issues vandamálinu þínu, þetta er orðið frekar slæmt.
Flest b) Þú ert spænska-veikin
Ef að frasinn „þetta reddast“ væri manneskja værir það þú, samt reddast hlutirnir hjá þér alltaf á endanum. Reyndu samt aðeins að vinna í sjálfum þér því þú ert ekki 12 ára lengur.
Flest c) Þú ert kórónuveikin
Þú ert frekar basic en það er allt í lagi, einhver þarf að taka það að sér. Reyndu ekki að hlusta á það sem aðrir segja um að það sé eitthvað slæmt að vera basic, passaðu þig bara á að enda ekki á því að hafa nákvæmlega engan persónuleika.