Umsóknarfrestur fyrir námslán hjá LÍN rennur út 15. nóvember

SÍF minnir á að síðasti dagur til að sækja um námslán hjá LÍN fyrir haustönn er 15.nóvember (til og með) og er engin undantekning gerð á umsóknarfrestinum.

Á heimasíðu LÍN segir:
„LÍN veitir í vissum tilvikum lán til sérnáms á framhaldsskólastigi. Lánshæft sérnám á Íslandi er löggilt iðnnám og annað a.m.k. eins árs starfsnám á framhaldsskólastigi sem hlotið hefur staðfestingu ráðherra samkvæmt lögum nr. 92/2008 og uppfyllir að auki öll eftirtalin skilyrði:

– að námið hafi fengið jákvæða umsögn af viðkomandi starfsgreinaráði
– að námið sé ekki launað samkvæmt kjarasamningi umfram grunnframfærslu námslána á Íslandi, sbr. gr. 3.1.1 og 3.2
– að námslok séu á þriðja hæfnisstigi
– að sambærilegt nám sé almennt ekki í boði á háskólastigi á Íslandi

Farið er með nemalaun eins og aðrar tekjur samkvæmt reglum sjóðsins og koma þau til skerðingar á námsláni.

Almennt nám í framhaldsskóla til stúdentsprófs eða sambærilegs prófs er ekki lánshæft. Hins vegar geta framhaldsskólanemar átt rétt á jöfnunarstyrk ef þeir stunda nám fjarri heimahögum.“

Hér má sjá hvaða námsgreinar eru hæfar fyrir námslán og nánar um jöfnunarstyrk.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search