1. kafli – Nafn og markmið

1.gr.

Samtökin heita Samband íslenskra framhaldsskólanema, skammstafað SÍF. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2.gr.

Samband íslenskra framhaldsskólanema eru hagsmunasamtök framhaldsskólanema á Íslandi. Það getur í umboði einstakra aðildarfélaga, sumra þeirra eða allra, farið með samningsumboð og komið fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum, atvinnurekendum, skólastjórnendum eða öðrum aðilum.

Samband íslenskra framhaldsskólanema starfar samkvæmt stefnuskrá sem mótuð er árlega á aðalþingi félagsins.

2. kafli – Aðild og aðildarfélög

3.gr.

Nemendafélög í framhaldsskólum, félagsmenn þeirra og þeir iðn- og starfsnámsnemar sem stunda nám á vinnumarkaði geta átt aðild að Sambandi íslenskra framhaldsskólanema.

4.gr.

Einstaklingur getur fengið aðild að SÍF sé nemendafélag hans ekki í Sambandinu, einstaklingur í leyfi frá námi getur einnig hlotið einstaklingsaðild. Umsókn um einstaklingsaðild er afgreidd af framkvæmdarstjórn og getur hann þá boðið sig fram í trúnaðarstöðu innan sambandsins og er með tillögurétt á aðalþingi.

5.gr.

Umsókn nemendafélags að Sambandi íslenskra framhaldsskólanema skal aðeins tekin gild berist hún skriflega til SÍF, undirrituð af stjórn nemendafélags. Einnig skal fylgja afrit af lögum félagsins.

6. gr.

Úrsögn nemendafélags úr sambandinu er aðeins tekin gild berist hún skriflega til SÍF, undirrituð af stjórn nemendafélags.

7. gr.

Aðalþing SÍF hefur rétt til að víkja aðildarfélagi úr sambandinu náist ¾ atkvæða. Hvert það félag sem vikið hefur verið úr Sambandi íslenskra framhaldsskólanema missir þegar í stað öll réttindi sín í sambandinu og fulltrúar þess missa þar með umboð til trúnaðarstarfa innan SÍF. Varamenn stjórnarmeðlima skulu taka við stöðum þeirra.
 Framkvæmdastjórnarmeðlim skal þó leyft að halda stöðu sinni, enda kosinn sem einstaklingur en ekki fulltrúi skóla síns.

3. kafli – Aðalþing

8. gr.

Aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema skal kjósa um hvenær næsta þing skal haldið. Framkvæmdastjórn getur breytt dagsetningu en þó með 6 vikna fyrirvara.

 1. gr.

Aðalþing hefur æðsta vald í öllum málum SÍF. Aðalþing er lögmætt ef það hefur verið löglega boðað sbr. 10. gr. Þingfundur er lögmætur ef meirihluti aðildarfélaga er skráð á þingið og 2/3 þingfulltrúa eru mættir. Þegar fundur er settur skal þingforseti ganga úr skugga um að fundurinn sé lögmætur. Ekki er heimilt að vefengja lögmæti fundar sem þingforseti hefur úrskurðað lögmætan og gildir það jafnt þótt fækkað hafi á fundinum.

 1. gr.

Aðalþing skal boðað skriflega með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Þá skal framkvæmdastjórn senda aðildarfélögum væntanlega dagskrá þingsins og geta helstu mála, sem fyrir þinginu liggja, eigi síðar en með tveggja vikna fyrirvara.

 1. gr.

Á aðalþingi skulu tekin fyrir öll þau mál er þurfa þykir og sambandið og aðildarfélögin varða. Mál þau og tillögur, sem einstaklingar eða nemendafélög óska að tekin verði fyrir á þinginu, er æskilegt að senda framkvæmdastjórn eigi síðar en hálfum mánuði fyrir aðalþing og skal framkvæmdastjórn tryggja að mál þau og tillögur komi fyrir þingið. Slík málsmeðferð heftir þó ekki að einstakar tillögur geti komið fram á þinginu.

 1. gr.

Í öllum málum ræður einfaldur meirihluti, ef ekki er öðruvísi ákveðið í lögum þessum.

 1. gr.

Kjörgengir á aðalþing og í aðrar trúnaðarstöður SÍF eru allir félagsmenn í SÍF, sbr. 2. kafla. Ef félagsmaður hefur huga á að bjóða sig fram í trúnaðarstarf fyrir SÍF en er ekki þingfulltrúi skal hann láta framboð sitt berast til hvatningarnefndar.

 1. gr.

Gestum þingsins er heimilt að taka þátt í starfsemi þingsins að fullu, kjósi þeir svo, en þó án atkvæðisréttar. Gestir hafa málfrelsi og tillögurétt.

4. kafli – Aukaþing

 1. gr.

Aukaþing skal framkvæmdastjórn kalla saman þegar henni þykir þurfa eða helmingur aðildafélagana krefst þess skriflega.

 1. gr.

Fulltrúar á aukaþing SÍF skulu valdir á sama hátt og á aðalþing SÍF sbr. 17. gr.

5. kafli – Fulltrúakjör

 1. gr.

Formaður og Sífari viðkomandi aðildrafélags eru sjálfkjörnir sem þingfulltrúar.

Formaður hvers nemendafélags er ábyrgur fyrir því að útnefna aðra fulltrúa á aðalþing fyrir hönd síns nemendafélags en kjör þeirra fari á þessa leið:

Hvert aðildarfélag með 500 eða færri nemendum hefur fasta 3 fulltrúa. Eftir það bætast við fulltrúar sem hér segir:

1 fulltrúi fyrir 501-750

1 fulltrúi fyrir 751-1000

1 fulltrúi fyrir 1001-1250

Og einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 500 nemendur þar á eftir.

Hverju nemendafélagi er leyfilegt að skrá jafnmarga fulltrúa til vara. Varafulltrúar eru kallaðir til ef að til forfalla kemur hjá aðalfulltrúum.18.gr.

 1. Svar við kalli fulltrúa skulu send skrifstofu SÍF í síðasta lagi 14 dögum áður en aðalþing hefst. Kjörbréf skal fyllt út á þingstað áður en þing er sett.
 2. Framkvæmdastjórn skal þá skipa þriggja manna kjörbréfanefnd. Skal hún skila áliti skriflega á setningarfundi þingsins. Aðeins skal þó samþykkja kjörbréf þeirra fulltrúa sem mættir eru. Ef fulltrúi mætir síðar þá skal bera kjörbréf hans upp sérstaklega. Tilkynna skal þingforseta tafarlaust komu nýs fulltrúa og skal afgreiða kjörbréf hans strax.

6. kafli – Kosningar

19.gr.

Sambandsstjórn SÍF skal skipuð til 14 mánaða í senn. Í sambandsstjórn eiga sæti allir sífarar og formenn aðildarfélaga auk framkvæmda- og miðstjórn sambandsins.

20.gr.

Í byrjun aðalþings SÍF skal þingið kjósa þrjá einstaklinga í hvatningarnefnd þingsins, einn af þremur skal vera sitjandi formaður, æski hann þess. Þó skal formaður ekki sitja í nefndinni hyggist hann bjóða sig fram í trúnaðarstöðu innan sambandsins. Hlutverk hvatninganefndar er að hvetja fólk og leiðbeina þeim hvernig má bjóða sig fram í stjórn og aðrar trúnaðarstöður á þinginu.

 1. gr.

Heimilt er að kjósa menn til starfa í stjórn þó svo þeir hafi lokið námi í framhaldsskóla. Slík heimild nær ekki nema til þriggja samliggjandi kjörtímabila. Framkvæmdastjórn skal þó vera skipuð framhaldsskólanemum að meirihluta.

7. kafli – Sambandsstjórn

22.gr.

Svo jafnræðis sé gætt skal hvert aðildarfélag ekki hafa fleiri en þrjá frambjóðendur til embættis í framkvæmdastjórn eða tveir í 5-8 manna Sambandsstjórn.

 1. gr.

Sambandsstjórn hefur milli þinga æðsta vald í öllum málefnum SÍF og ber hverjum þeim er trúnaðarstarfi gegnir fyrir sambandið, að hlýða fyrirmælum hennar og úrskurði.

 1. gr.

Sambandsstjórn er heimilt að víkja trúnaðarmönnum úr starfi, sýni þeir ábyrgðarleysi eða dræma mætingu á fundi. Slík ákvörðun skal lögleg ef samþykkt er af 3/4 stjórnarmanna, annars ógild. Heimilt er að vísa stjórnarmanni úr stjórn ef hann mætir ekki á tvo fundi í röð án þess að hafa boðað lögmæt forföll.

 1. gr.

Sambandsstjórn situr aðalþing sem um þingfulltrúa væri að ræða, með fullum réttindum. Framkvæmdastjórn SÍF situr aðalþing með fullt málfrelsi og tillögurétt. Meðlimur framkvæmdastjórnar hefur einungis kosningarétt ef hann situr þing sem fulltrúi síns skóla.

26.gr.

Sambandsstjórn skal funda sem þurfa þykir en þó ekki sjaldnar en einu sinni hvora önn. Formaður eða varaformaður boðar stjórnarfund með minnst tveggja vikna fyrirvara. Formanni eða varaformanni er skylt að boða stjórnarfund ef minnst 1/3 stjórnarmeðlimir eða aðildarfélag æskja þess. Fundur stjórnar er lögmætur ef löglega er til hans boðað og meirihluti skipaðra stjórnarmeðlima komast.

8. kafli – Framkvæmdastjórn

 1. gr.

Framkvæmdastjórn stjórnar daglegri starfsemi SÍF í samræmi við lög þess, stefnuskrá og samþykktir stjórnarfunda.

 1. gr.

Framkvæmdastjórn er heimilt að fela vinnunefndum, er hún kýs, að fara með einstök dagleg verkefni SÍF í tilteknum málum.

 1. gr.
 1. Formaður boðar framkvæmdastjórnarfundi, leggur fram dagskrá og stýrir fundunum.
 2. Varaformaður skráir fundargerðir og lýsir skilmerkilega öllum ákvörðunum og samþykktum stjórnar jafnt sem framkvæmdastjórnar. Varaformaður heldur utan um fylgiskjöl hvers fundar og kemur þeim fyrir til geymslu. Varaformaður skal ætíð setja sig það vel inní mál hverju sinni að hann sé hæfur til að taka við af formanni í forföllum. Fundagerðir framkvæmdastjórnafunda skulu sendar framkvæmdastjórn, framkvæmdastjóra og ráðgjöfum innan tveggja daga. Þá skal varaformaður upplýsa félagslega endurskoðendur um gang mála.
 3. Gjaldkeri skal í samstarfi við bókara SÍF leggja reglulega fram rekstrarreikninga, kynna fjárhagsstöðu og áætlanir eftir samþykktum framkvæmdastjórnar hverju sinni og vera ráðgjafi framkvæmdastjórnar varðandi styrkveitingar. Gjaldkeri skal bera fram ársreikninga á aðalþingum og stjórnarfundum, auk þess skal hann upplýsa framkvæmdarstjórn um stöðu fjármála á hverjum framkvæmdastjórnarfundi.
 4. Verkefnastjórar skulu vera fjórir. Verkefnastjórar skipta á milli sín þeim titlum; Verkefnastjóri Söngkeppninnar, Forvarnarfulltrúi, Alþjóðafulltrúi og Margmiðlunarstjóri, ásamt því að sjá um ýmis önnur verkefni.
 5. Verkefnastjóri söngkeppninnar er ábyrgðaraðili Söngkeppninnar ásamt því að vera tengiliður SÍF við Sagafilm og ábyrgur fyrir því að upplýsingaflæði til nemendafélaganna sé nægilegt.
 6. Forvarnarfulltrúi er málsvari nemenda í forvarnarmálum auk þess að sitja í öllum nefndum á vegum menntamálaráðuneytisins sem tengd eru forvarnarmálum á framhaldsskólastigi.
 7. Alþjóðafulltrúi er ábyrgðaraðili alþjóðamála.
 8. Margmiðlunarstjóri er ábyrgur fyrir upplýsingaflæði milli SÍF, SÍFara, miðstjórnar, sambandsstjórnar og aðildafélaga. Hann er einnig ábyrgur fyrir heimasíðu SÍF og sýnileika á samskiptamiðlum
 1. gr.

Framkvæmdastjórn ein hefur heimild til að skuldbinda félagið fjárhagslega.

 1. gr.

Framkvæmdastjórn skal funda svo oft sem þurfa þykir. Formaður eða varaformaður boðar framkvæmdastjórnarfund og skal það gert með minnst tveggja daga fyrirvara. Fundur framkvæmdastjórnar er lögmætur þegar einfaldur meirihluti stjórnar tekur þátt í fundinum.

 1. gr.

Framkvæmdastjórn er heimilt að greiða stjórnarmönnum útlagðan kostnað vegna starfa fyrir sambandið.

9. kafli – Sífarar

 1. gr.

Hvert aðildarfélag skal útnefna einn fulltrúa, svokallaðan Sífara. Hlutverk hans er að vera tengiliður aðildarfélagsins við SÍF.

 1. gr.

SÍF væntir þess af aðildarfélögum að haldnar verði árlegar lýðræðislegar kosningar í hlutverk Sífara auk varamanns.

 1. gr.

Sífari gegnir stöðu í stjórn SÍF og er einnig heimilt að bjóða sig fram í framkvæmdastjórn. Hann skal því mæta á aðalþing, sambandsstjórnarfundi og aðra boðaða viðburði, ellegar staðgengill hans.

 1. gr.

Ætlast er til að Sífari komi sér inn í mál SÍF og taki virkan þátt í starfsemi þess sem kostur gefst enda er honum ætlað að vera forsvarsaðili sambandsins í sínum skóla og skal sjá um að kynna sambandið fyrir samnemendum sínum.

10. kafli – Miðstjórn

37.gr.

Miðstjórn ber að vera framkvæmdastjórn til taks varðandi, meðal annars störf framkvæmdastjórnar, málefnastarf SÍF, og ef taka þarf ákvörðun sem framkvæmdastjórn treystir sér ekki til að taka upp á sitt einsdæmi. Ef ástæða þykir til má framkvæmdastjórn boða til miðstjórnarfundar með viku fyrirvara. Oddvita miðstjórnar ber að halda utan um fundi miðstjórnar og sjá til þess að hún hittist reglulega.

Í miðstjórn eru 8 fulltrúar kosnir á aðalþingi. Sá sem hlýtur flest atkvæði skal vera oddviti miðstjórnar. Þeir 3 sem fá fæst atkvæði skulu vera varamenn í miðstjórn.

Hlutverk hennar er eftirfarandi:

  1. a) Funda mánaðarlega með framkvæmdastjórn og vera henni innan handar.
  2. b) Taka virkan þátt í málefnastarfi og vinnuhópum.
  3. c) Mæta á sambandsstjórnarfundi.

11. kafli – Félagslegir endurskoðendur

 1. gr.

Félagslegir endurskoðendur skulu vera þrír og kosnir á aðalþingi.

Hlutverk félagslegra endurskoðenda skal vera eftirfarandi:

  1. a) Veita framkvæmda- og miðstjórn félagsins aðhald.
  2. b) Vera ávallt upplýstir um gang mála og stöðu verkefna.
  3. c) Þjóna sem tengiliðir milli aðildarfélaga og framkvæmdastjórnar í ágreiningsmálum.
  4. d) Skila skýrslu um störf framkvæmdastjórnarinnar og stöðu SÍF á stjórnarfundum og aðalþingum.

12. kafli – Fjármál

39.gr.

Reikningsár sambandsins skal vera frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. Gjaldkeri sambandsins heldur reikninga yfir tekjur og gjöld þess. Reikningar sambandsins skulu í lok hvers reikningsár lagðir fyrir stjórn og endurskoðaðir af félagslegum endurskoðendum. Reikningarnir skulu síðan lagðir fyrir næsta reglulega aðalþing til fullnaðarafgreiðslu.

40.gr.

Leysist sambandið upp, skulu peningaeignir þess leggjast inn á sparisjóðsbók til fimm ára, undir gæslu menntamálaráðuneytisins. Svo og skulu aðrar eignir sambandsins afhentar menntamálaráðuneytinu til varðveislu þar til sambandið hefur verið endurreist.

Ef sambandið hefur ekki verið endurreist að 5 árum loknum skulu allar eignir félagsins dreifast á milli þeirra nemendafélaga sem voru í sambandinu þegar það leið undir lok.  Eignirnar skulu skiptast í samræmi við nemendafjölda nemendafélagsins þegar sambandið leið undir lok.

13. kafli – Lagabreytingar

42.gr.

Lögum sambandsins má aðeins breyta á reglulegum aðalþingum. Frestur til lagabreytinga rennur út 6 vikum fyrir Aðalþing.

Fjórum vikum fyrir aðalþing ber lagabreytingarnefnd að senda aðildarfélögum sínum þær lagabreytingartillögur sem þeim hefur borist og þær breytingartilllögur sem lagabreytingarnefndin og stjórnin mun leggja til sjálf. Rennur frestur út fyrir breytingartillögur á þeim lagabreytingartillögum tveimur vikum fyrir þing. Lagabreytingarnefnd kynnir lagabreytingartillögurnar á aðalþingi SÍF. Lög félagsins skulu vera endurskoðuð árlega.

14. kafli – Reglugerðir

47.gr.

Framkvæmdastjórn hverju sinni er heimilt að setja reglugerðir sem skilgreina nánar starfsemi SÍF út frá lögum þessum. Reglugerðir sem framkvæmdastjórn setur öðlast strax gildi og gilda fram að næsta aðalþingi þar sem þær skulu annaðhvort staðfestar eða felldar úr gildi. Reglugerðir sem staðfestar eru á aðalþingi verða þá aðeins felldar úr gildi á öðru aðalþingi.

48.gr.

Stjórn hefur heimild til að leiðrétta stafsetningar-, málfars-, tilvísunar- og innsláttvarvillur í lögum þessum án þess að bera þær breytingar upp fyrir þing enda breytist ekki merking viðkomandi greina.

49.gr.

Nýjum samþykktum lögum skal vera dreift rafrænt til aðildarfélaga áður en aðalþingi er slitið.

50.gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi, 20. september 2015.