SÍF er Samband íslenskra framhaldsskólanema. Meginmarkmið sambandsins er að gæta að og standa vörð um hagsmuni og mannréttindi nemenda á framhaldsskólastigi.

Hlutverk SÍF eru að:

 • Verja réttindi framhaldsskólanema
 • Hafa forystu í hagsmunamálum framhaldsskólanema
 • Vera málsvari og milliliður í ágreiningsmálum
 • Vera upplýsandi um hvað standi nemum til boða sem og um kjaramál nemenda í skóla og á vinnumarkaði
 • Hafa forystu í félagsstarfi og félagsmálafræðslu
 • Vera leiðandi í upplýsingagjöf um nám á framhaldsskólastigi
 • Styðja við bakið á aðildarfélögum sínum
 • Standa vörð um gæði náms
 • Stuðla að jöfnu aðgengi til náms
 • Vera sameiginlegur grundvöllur fyrir framhaldsskólanema til að koma saman og ræða stöðu sína og tengd málefni

Markmið SÍF eru að:

 • Gæta hagsmuna og réttinda framhaldsskólanema, stuðla að bættri menntun og jöfnu aðgengi til náms
 • Styrkja rödd ungs fólks í baráttu fyrir bættum kjörum framhaldsskólanema
 • Styðja við bakið á aðildarfélögum sínum í baráttumálum þeirra
 • Að fá réttindayfirlýsingu framhaldsskólanema virta af yfirvöldum í menntamálum
 • Halda úti opinni skrifstofu og virkri upplýsingaveitu
 • Styðja og efla framhaldsskólanema í félagsstarfi þeirra og stuðla að auknum þroska
 • Vinna markvisst gegn fordómum í iðnnámi
 • Virkja Sífara

Stefna SÍF er að:

 • Fylgja réttindayfirlýsingu OBESSU
 • Vera ein rödd framhaldsskólanema og efla samstarf við Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 • Vera sýnileg almenningi og framhaldsskólanemendum
 • Tryggja þátttöku nema í mótun skólastarfs
 • Efla jákvæða umfjöllun um framhaldsskólanemendur og ungt fólk almennt
 • Leggja áherslu á innanlandsmál
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search