SÍF er Samband íslenskra framhaldsskólanema. Meginmarkmið sambandsins er að gæta að og standa vörð um hagsmuni og mannréttindi nemenda á framhaldsskólastigi.

Hlutverk SÍF eru að:

 • Verja réttindi framhaldsskólanema
 • Hafa forystu í hagsmunamálum framhaldsskólanema
 • Vera málsvari og milliliður í ágreiningsmálum
 • Vera upplýsandi um hvað standi nemum til boða sem og um kjaramál nemenda í skóla og á vinnumarkaði
 • Hafa forystu í félagsstarfi og félagsmálafræðslu
 • Vera leiðandi í upplýsingagjöf um nám á framhaldsskólastigi
 • Styðja við bakið á aðildarfélögum sínum
 • Standa vörð um gæði náms
 • Stuðla að jöfnu aðgengi til náms
 • Vera sameiginlegur grundvöllur fyrir framhaldsskólanema til að koma saman og ræða stöðu sína og tengd málefni

Markmið SÍF eru að:

 • Gæta hagsmuna og réttinda framhaldsskólanema, stuðla að bættri menntun og jöfnu aðgengi til náms
 • Styrkja rödd ungs fólks í baráttu fyrir bættum kjörum framhaldsskólanema
 • Styðja við bakið á aðildarfélögum sínum í baráttumálum þeirra
 • Að fá réttindayfirlýsingu framhaldsskólanema virta af yfirvöldum í menntamálum
 • Halda úti opinni skrifstofu og virkri upplýsingaveitu
 • Styðja og efla framhaldsskólanema í félagsstarfi þeirra og stuðla að auknum þroska
 • Vinna markvisst gegn fordómum í iðnnámi
 • Virkja Sífara

Stefna SÍF er að:

 • Fylgja réttindayfirlýsingu OBESSU
 • Vera ein rödd framhaldsskólanema og efla samstarf við Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 • Vera sýnileg almenningi og framhaldsskólanemendum
 • Tryggja þátttöku nema í mótun skólastarfs
 • Efla jákvæða umfjöllun um framhaldsskólanemendur og ungt fólk almennt
 • Leggja áherslu á innanlandsmál