Samband íslenskra framhaldsskólanema leitar að framhaldsskólanemum til að taka þátt í skipulagsteymi Hagsmunaskólans 2020. Hagsmunaskólinn verður haldinn í annað sinn dagana 11. – 12. september 2020 í Háskólanum í Reykjavík, sömu helgi og aðalþing félagsins.
Hagsmunaskólinn mun leiða saman forsvarsaðila nemendafélaga framhaldsskólanna og undirfélaga þeirra (t.d. hinseginfélög, feministafélög, hagsmunafélög) til að byggja upp þekkingu nemendafélaga um almennan rekstur þeirra og þeirra hlutverk í að standa vörð um hagsmuni framhaldsskólanema.
Önnur markmið Hagsmunaskólans eru:
- Að framhaldsskólanemendur öðlist grundvallarþekkingu á réttindum framhaldsskólanema og læri að sækja sér frekari upplýsinga um þau og geti beitt sér ef brotið sé á þeim;
- Að framhaldsskólanemendur geti tileinkað sér vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð í rekstri nemendafélaga, geti haldið fundi, gert áætlanir og unnið fjárhagsáætlanir;
- Að framhaldsskólanemendur geti haft markviss, sjálfsörugg og sjálfstæð samskipti við skólastjórnendur;
- Að framhaldsskólanemendur tileinki sér breiða sýn um markmið nemendafélaga og geti unnið að stefnumótun innan síns nemendafélags.
- Að nemendafélög séu upplýst um helstu tæki og tól sem hægt er að nýta í hagsmunabaráttu
Skipulagsteymið
SÍF leitar að 2-3 framhaldsskólanemum, komandi frá aðildarfélögum SÍF (nemendafélögum framhaldsskólanna), til að taka þátt í skipulagningu, leiðslu og endurmati Hagsmunaskólans.
Mikill kostur ef umsækjandur búa yfir eftirfarandi kostum:
- Þekkingu á rekstri nemendafélaga;
- Þekkingu á starfi SÍF;
- Þekkingu á hagsmunavörslu framhaldsskólanema;
- Áhugi á skipulagningu
- Reynsla í að halda kynningar fyrir stóran hóp fólks
Dagsetningar
Hagsmunaskólinn verður 11. – 12. september í Háskólanum í Reykjavík.
Umsækjandi þarf að vera laus fyrri hluta september til að sinna undirbúningi viðburðarins. Áætlað er að halda mánaðarlega skipulagsfundi í persónu ásamt fundum á netinu fram að viðburðinum.
Hvernig er hægt að sækja um?
Umsækjendur er beðnir um að sækja um í gegnum þetta skjal.
Umsóknarfrestur er 8. júlí 2020, kl. 23:59
Öllum umsækjendum verður svarað fyrir 26. júní 2020.
SÍF hvetur alla framhaldsskólanemendur, af öllum kynjum og þjóðernisbakgrunni, til að sækja um til að tryggja að skipulagsteymið endurspegli sem best fjölbreytileika framhaldsskólanema.
Ef þú ert með einhverjar spurningar eða vilt fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu SÍF hjá neminn@neminn.is