Á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskóla (SÍF) sem haldið var laugardaginn 13.september sl. í Háskólanum í Reykjavík var kosin ný stjórn sambandsins.
Í nýrri stjórn SÍF sitja:
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, forseti
- Ella Birna Sigurðardóttir, varaforseti
- Einar Jónsson, gjaldkeri
- Ágúst Margeirsson, ritari
- Fjóla Ösp Baldurdóttir, alþjóðafulltrúi
- Elmar Ricart, iðnnemafulltrúi
- Alexander Dýri Eyjólfsson, meðstjórnandi
- Emilía Ósk Hauksdóttir, meðstjórnandi
- Ari Eyvindarson, meðstjórnandi
Samband íslenskra framhaldsskóla er hagsmunasamtök allra nemenda í framhaldsskólum á Íslandi og starfar að því að efla réttindi þeirra, stuðla að bættri menntun og styrkja lýðræðislegt starf innan skólanna.
Á myndinni má sjá hluta af nýrri stjórn SÍF.
Efri röð frá vinstri: Alexander Dýri, Einar Jónsson, Emilía Ósk Hauksdóttir og Fjóla Ösp Baldursdóttir.
Neðri röð frá vinstri: Ari Eyvindarson, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir og Ella Birna Sigurðardóttir.
Á myndina vantar Ágúst Margeirsson og Elmar Ricart.
