Hér má finna nánari upplýsingar um aðalþing SÍF sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 13.september nk. Þingið fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofa M104, og hefst kl.12. Veglegar veitingar verða í boði.
Þingið er ætlað forsetum, stjórnarmeðlimum og hagsmunafulltrúum nemendafélaganna og hefur hver skóli ákveðinn fjölda atkvæða til kosninga á þinginu. Hinsvegar er öllum áhugasömum framhaldsskólanemendum velkomið að sitja þingið sem áheyrnarfulltrúar og öllum velkomið að bjóða sig fram til stjórnar SÍF.
Nemendur sem koma utan af landi eiga rétt á ferðastyrk, nánari upplýsingar gefur Þórdís verkefnastjóri – [email protected].
Skráning hér: https://forms.gle/GzVwUwxhKaAkdbn9A
Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi föstudaginn 12.september fyrir kl.18:00.
Á dagskrá verður m.a. skýrsla stjórnar, skýrsla alþjóðafulltrúa, möguleikar í alþjóðastarfi, erindi frá embætti lögreglustjóra, erindi frá Riddurum Kærleikans, söngkeppni framhaldsskólanna o.fl.
Við viljum vekja athygli framhaldsskólanema á því að í ár eru þó nokkur sæti laus í stjórn og því tilvalið tækifæri til þess að bjóða sig fram til stjórnar SÍF. Seta í stjórn SÍF gefur góð tækifæri á því að hafa áhrif en stjórnarmeðlimir sitja í fjölmörgum nefndum og ráðum, m.a. innan ráðuneytanna. Það er líka heilmikið um ferðalög erlendis ásamt því að fá tækifæri til að hafa áhrif á líf og umgjörð framhaldsskólanema til góðs. Við hvetjum því alla áhugasama, hvort sem þeir sitja í stjórnum framhaldsskólanna eða eru bara almennir nemendur, að bjóða sig fram. Hægt er að hafa samband við stjórnarmeðlimi og óska eftir nánari upplýsingum varðandi stjórnarsetu og framboð með því að senda póst á [email protected]. Frambjóðendur fá allt að 2 mín. til kynna sig á þinginu, opið er fyrir framboð fram að kynningum á þinginu sjálfu. Þeir sem ekki eiga kost á að mæta á þingið geta sent inn vídjó sem spilað verður á þinginu.
Kosið verður um;
– Forseta
– varaforseta
– gjaldkera
– ritara
– iðnnemafulltrúa
– tveir meðstjórnendur
Fyrir allar nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Þórdís verkefnastjóra SÍF, [email protected]