SÍF óskar Ívari Mána Hrannarsyni, jafnréttisfulltrúa sambandsins, innilega til hamingju með kjör sitt í stjórn OBESSU (Organising Bureau of European School Student Unions).
Kosningin fór fram á aðalfundi OBESSU og var afar spennandi. Ívar Máni sýndi mikinn metnað í framboði sínu og það var ljóst að hann naut trausts meðal þátttakenda. Með þessu kjöri verður Ísland áfram sýnilegt í evrópsku samstarfi framhaldsskólanema, og er það bæði mikilvægt og hvetjandi fyrir alla íslenska ungmennastarfsemi.
Ívar Máni hefur gegnt lykilhlutverki innan SÍF sem jafnréttisfulltrúi og hefur verið ötull talsmaður réttlætis, jafnréttis og þátttöku nemenda. Frábært er að sjá hann nú stíga skrefið lengra og taka þátt í alþjóðlegri málsvörn fyrir réttindi nemenda.
SÍF er stolt af framlagi Ívars Mána og óskar honum góðs gengis í nýju hlutverki.

Ívar Máni, lengst til vinstri, ásamt nýkjörinni stjórn OBESSU 2025-2027.