Skip to content

Sambandsþing SÍF

Facebook
Twitter
LinkedIn

Sambandsþing SÍF verður haldið fimmtudaginn 3.apríl nk. kl.18:00 í Hinu Húsinu, Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Rvk.

Fundurinn er ætlaður formönnum nemendafélaganna, hagsmunafulltrúum og öðrum fulltrúum nemenda. Ef einhver úr þeirra hópi kemst ekki má senda staðgengil. Formaður á fast sæti og er eindregið hvattur til þess að bjóða fulltrúum hagsmunafélaga síns skóla önnur þingsæti sem skólanum er úthlutað, t.d. hinseginfélögum, jafnréttisfélaga eða öðrum.

SÍF niðurgreiðir bensínkostnað gegn framvísun greiðslukvittanna fyrir fulltrúa frá skólum utan höfuðborgarsvæðisins. Athugið að SÍF greiðir eingöngu ódýrasta ferðakost mögulegan.

Hlökkum til að sjá ykkur!