Vel heppnað aðalþing og ný stjórn! Myndir

Á laugardag hélt fráfarandi stjórn SÍF vel heppnað aðalþing. Þátttakendur voru 76 frá 16 skólum, víðsvegar af landinu. Katrín Kristjana Hjartardóttir, framkvæmdastjóri SÍF setti aðalþingið hátíðlega og var Geir Finnsson, forseti LUF skipaður fundarstjóri.
Endurkjörin forseti, Andrea Jónsdóttir fór yfir vel heppnað ár, Bartosz Wiktorowich gerði grein fyrir reikningum sambandsins og Stefán Ingi Víðisson fór yfir ferðir erlendis og alþjóðasamvinnu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nýsköpunar- og háskólamálaráðherra ávarpaði þingið með glæsilegu erindi sem átti vel við framhaldsskólanema. SÍF mun koma til með að sækja fund með ráðherra og óska eftir frekar samstarfi milli framhaldsskólanema og háskóla.

Öflug stefnumótun tók við og stóð yfir í rúmar tvær klst. Sjö hópar með u.þ.b. 10 nemendum í hóp svöruðu eftirfarandi spurningum

1. Hvað er SÍF?

2. Hvað villtu að SÍF geri fyrir nemendur?

3. Hvað á SÍF að ræða um við stjórnvöld?

4. Hvað á skrifstofa SÍF að einbeita sér að?

5. Hvernig getur SÍF bætt félagslíf nemenda?

6. Hvað ætti næsta stjórn SÍF að einbeita sér að?

Svörin voru fjölbreytt og hefur ný stjórn og skrifstofa mörg verkefni til að taka á, ásamt að halda eldri verkefnum á lofti.

Kosið var um lagabreytingar og voru ný lög SÍF samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Næst var kostið til stjórnar og bárust samtals 12 framboð, sum voru í fleiri en eitt hlutverk en eftirspurn eftir stjórnarsætum var meiri en framboð og því skemmtileg stemmning sem myndaðist.

Andrea Jónsdóttir, Aníta Schecving, Rakel Jóna Ásbjörnsdóttir og Stefán Ingi Víðisson hlutu öll endurkjör. Ný inn eru Róbors Dennis Solomon, Salka Sigmundsdóttir og Valgerður Eyja Eyjólfsdóttir, öll nemendur við Verzlunarskóla Íslands.

Því má segja að Verzló hafi komið, sáð og sigrað.

Næsta verkefni er að skipa í nefndir á vegum SÍF en eftirtaldar nefndir munu hefja störf sem allra fyrst:

  • Viðburðanefnd
  • Söngkeppnisnefnd
  • Hagsmunanefnd
  • Samenefnd

Til þess að skrá sig í nefnd er hægt að senda tölvupóst á neminn@neminn.is

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search