Ályktun um kynjafræði

Fulltrúar framhaldsskólanema, á sambandsstjórnarfundi SÍF, í Menntaskólanum á Akureyri, 9.-11. mars 2018, senda frá sér eftirfarandi ályktun:

Á tímum þegar framhaldsskólanemar deila persónulegum og oft á tíðum afar erfiðum reynslusögum í tengslum við samfélagsmiðlabyltingar líkt og #freethenipple, #METOO og #sjúkást, kalla framhaldsskólanemar eftir því að ráðherra mennta- og menningarmála bregðist við með því að auka fræðslu og umræðu innan skólakerfisins, í þeirri von um að draga megi úr kynbundnu ofbeldi, mismunun og fordómum.

Virkja þarf fræðslu innan framhaldsskólanna. Þörf er á lista af markmiðum sem nemendafélögin ættu að fylgja yfir skólaárið eins mikið og mögulegt er. Hagsmunafélög nemendafélaganna myndu framfylgja hluta af þessum markmiðum. Lífsleiknitímar hjá nýnemum væri tilvalinn grundvöllur fyrir þessa fræðslu.

Einnig krefjast framhaldsskólanemar þess að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins bæði til stúdentsprófs sem og í öllu iðn- og verknámi.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: