SÍF hefur séraðild að Byggingafélagi námsmanna, skammstafað BN. Hlutverk BN er að bjóða námsmönnum hentugt og vel staðsett leiguhúsnæði.

Boðið er uppá eins- og tveggja manna herbergi, einstaklingsíbúðir (studio), tveggja herbergja íbúðir (paraíbúðir) og þriggja herbergja íbúðir. Umsóknum um íbúð þarf að skila með rafrænum hætti á umsóknarformi sem er að finna á vefsíðu BN (www.bn.is).

Allir nemendur eiga rétt á að sækja um leiguíbúð hjá félaginu en þeir sem stunda nám í aðildarskólunum hafa forgang. Aðildarskólarnir eru: Kennaraháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Tækniskólinn.