Aðildarfélög SÍF geta nýtt sér fundaraðstöðu í Hinu Húsinu gegn vægu gjaldi. Ýmsir kostir eru í boði en aðstaðan hentar vel jafnt fyrir fámenna stjórnarfundi eða fjölmenn námskeið. Ef óskað er eftir getur starfsmaður SÍF aðstoðað við skipulag eða stjórnun funda.

Skrifstofa SÍF

Fundaraðstaða fyrir allt að 10 manns, nettenging, tússtafla.

Fundarherbergi 2. hæð

Fundarborð með sætum fyrir 14 einstaklinga. Þar er hægt að halda fundi og fyrirlestra. Í fundarherberginu er myndvarpi, sýningartjald, stór tússtafla og flettitafla.

Dómssalurinn

68m2 fjölnotarými á þriðju hæð hússins. Þar er hægt að stilla upp borðum og stólum fyrir um 30-40 manns. Rýmið hentar m.a. vel fyrir dans- og leikæfingar, fyrirlestra, ráðstefnur o.fl.

Loftið

Þar er hægt að stilla upp borðum og stólum fyrir um 40-50 manns.  Loftið er hentugt rými fyrir margs konar starfsemi s.s. fyrirlestra, leikæfingar og námskeið.

Kjallarinn

Í kjallaranum er góð aðstaða fyrir tónleikahald og ýmiskonar uppákomur. Stórt, opið svæði, stórt eldhús, borð og stólar fyrir stóra hópa.  Hjólastólalyfta frá porti (Hafnarstræti).

Upplýsingamiðstöðin

Stórt rými með gamaldags húsgögnum.  Í rýminu er skjávarpi og hljóðkerfi, sjónvarp, þráðlaust net, tölvur til almenningsafnota og fótboltaspil.

 

Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra SÍF. Panta þarf með minnst viku fyrirvara.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search