Maurar á Íslandi er verkefni á vegum líffræðidelidar Háskóla Íslands. Marco Mancini, meistaranemi í líffræði og Andreas Guðmundsson vinna að verkefninu þessa dagana. Andreas er núna í grunnámi í líffræði en útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2020. Frá því að verkefnið hófst hafa fundist rúmar 20 mismunandi tegundir maura á Íslandi. Flestar tegundirnar hafa einungis fundist hérlendis stöku sinnum, en þó eru nokkrar tegundir sem finnast hér oftar.
Blökkumaurar (Lasius niger) finnast jafnvel utandyra á Íslandi og virðast geta lifað af köldu vetrana hér á landi. Húsamaurar finnast nú í mörgum gömlum húsum um allt höfuðborgarsvæðið, en þar lifa þeir upp við gamlar hitaveitulagnir sem kunna að vera óþéttar. Við þessar lagnir finnst mikill raki, auk hita og annarra smádýra, en það eru fullkomnar aðstæður fyrir húsamaura að stofna bú.
Flestir þessarra maura koma til landsins með sendingum frá útlöndum. Oft hafa þeir til dæmis fundist í blómapottum en einnig með matvælum.
Maurar eru ekki taldir ágengir á Íslandi enn sem komið er, en með hæynandi loftslagi gæti það breyttst.
Eitt aðal markmið mauraverkefnisins er að kortleggja útbreiðslu maura á Íslandi. Ef þú hefur séð maura einhversstaðar eða þekkir einhvern sem hefur maura í húsinu sínu máttu gjarnan hafa samband við okkur með tölvupóstum á maurarislands@gmail.com eða á Instagram síðu okkar @Islenskir_maurar.
Penni: Andreas Guðmundsson