Frekar súrt að vera íslenskur rappari

Elli Grill er nafn sem ungir tónlistarunnendur ættu að þekkja þar sem hann er búinn að vera stórt nafn í íslensku rapp senunni í dágóðan tíma. Elli byrjaði að gera tónlist árið 2012 með vinum sínum úr Shades of Reykjavík. Það má segja að hann hafi fundið sig mjög snemma þar. Þetta byrjaði sem ákveðinn satíra en gamanið varð fljótt að alvöru, strákarnir fóru að semja tónlist með meiri eldmóð og lögðu meiri vinnu og hugsun í textana sem þeir gáfu út.

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Nokkuð góður mjög fljótt

Elli hefur frá barnsaldri alltaf fundið ákveðna ró í að hlusta á tónlist. Hann lýsir því þegar hann var yngri, að eftir skóla eyddi hann mikið af frítíma sínum í að hlusta á heilu plöturnar. Á fullorðinsárum þróaðist tónlistaráhuginn í að eyða öllum frítíma sínum í að búa til tónlist. Hann heldur enn í drifkraftinn til að fullkomna eigin tónlist. Að hans sögn þá vill hann eyða endalausum tíma í tónlistina og hann hefur gaman af því að fullkomna verk sín.

Lá alltaf í augum uppi að semja tónlist

Elli er líka í kvikmyndagerð og gat ávallt séð fyrir sér hlutina áður en hann kom þeim í verk. Hann talar um að hann gat alltaf búið til eitthvað úr engu og segir að það sé mjög góður eiginleiki þegar það kemur að tónlist.

Hann notar tónlistina sína til að setja sig í spor annarra. Hann lýsir lögum sínum sem ljóðrænum sögum með mörgum sjónarhornum um eitthvað sem gerðist í alvörunni, þetta eru sögur úr daglegu lífi fólks í kringum hann. ,,Lögin eru oft mikill orðaruglingur með mjög sterkum tilfinningum á bakvið, ég segi kannski ekki alltaf alla söguna en ég er alltaf að nefna eitthvað sem kom fyrir mig og mér finnst klikkað, skemmtilegt eða fyndið”. Elli segir að það sé frekar súrt að vera íslenskur rappari, hann hafi gaman af satírunni og geðveikinni á bakvið Hip-Hop tónlist.

Intense og fríkað

Þegar hann var ungur þá kynntist hann þungarokk hljómsveitinni Black Sabbath í gegnum föður sinn og varð mjög hrifinn af þeim mjög snemma. Bróðir hans hlustaði mikið á Hip-Hop hópinn Cypress Hill, það má finna fyrir áhrifum úr báðum hljómsveitum í tónlist Ella. Hann lýsir því svo að hann hafi snemma fest rætur sínar í íslenskri og erlendri raftónlist og hann dragi stærstan innblástur þaðan. Þýsk og hollensk teknó tónlist spilar stóran þátt í hversu áköf og djúp tónlist hans er.

Penni: Kristján Ernir Hölluson

Eftirfarandi aðilar styrktu Framhaldsskólablaðið:

Akrahreppur

Alþýðusamband Íslands

Apótek Vesturlands

Bifreiðaverkstæði KS 

Fellabær

Fjölbraut Garðabæ 

Fjölbrautarskóli Suðurnesja 

Framhaldsskólinn á Laugum

Garðabær

Góa Linda

Kaupfélag Skagfirðinga

Menntakólinn á Ísafirði

Menntaskóli Akureyrar

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskólinn Laugarvatni

Menntaskólinn við Sund

Netto

Samhentir

Samstaða stéttarfélag

Síldarvinnslan

Sólrún ehf

Stofnun Árna Magnússonar

Sveitafélagið Ölfus

Verkfræðingafélag Íslands  

Bakkaflöt River Rafting

Bolungarvíkurkaupstaður

DMM Lausnir

Dýralæknirinn

Fagtækni

Fljótdalshérað

Flugger ehf

Fossvélar ehf

Framhaldsskólinn á Húsavík

Friðrik Jónsson ehf

Hnýfill

Höfðakaffi

Litlalón ehf

Menntaskólinn Egilsstöðum

Norðurpóll

Promes Dalvík ehf

Rúnar Óskarsson

Set

Trésmiðja Helgi Gunnarssonar

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search