Jákvæðni í sviðsljósinu í Góðum Fréttum

Saga Nazari og Bjarki Steinn Pétursson ætla að gefa út tímaritið Góðar Fréttir, sem mun innihalda allskonar efni. Eina reglan er að allar greinarnar séu góðar fréttir. Eins og margir vita einblína fjölmiðlar oft á það neikvæða í heiminum. Ef maður les mikið af neikvæðum fréttum verður veruleikinn hálf grámyglulegur, jafnvel ógnvekjandi. 

Hvernig fæddist hugmyndin að Góðum Fréttum? 

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Hugmyndin kom hreinlega þegar ég og Bjarki vorum að ræða um fréttir almennt og hvernig fólk er oft svo upptekið af því að heimurinn er að fara til fjandans og hvað ,,mannkynið er vonlaust”. Þá fórum við að velta fyrir okkur hvers vegna það væri ekki búið að gefa út fréttamiðil sem upplýsir um framfarir og hvaða jákvæðu hlutir eru að eiga sér stað hérlendis og erlendis. Það er líklega vegna þess að við verðum mjög oft háð neikvæðu efni, það hefur þennan clickbait faktor. Við erum líka mun frekar gjörn á að dæma okkur fyrir allt það sem við erum ekki að gera nóg af í stað þess að telja upp það góða sem við erum að framkvæma, bæði sem einstaklingar og sem heild. Þá fékk ég þessa hugmynd að sitja jákvæðnina í sviðsljósið. Mér finnst það vera áhugaverð tilraun til að sjá hversu mikið eða lítið fólk mun sækjast í þannig efni.

Hvenær er hugað að fyrstu útgáfu? 

Það er ekkert deadline og ekkert skrifað í stein eins og er. Í dag vantar okkur áhugasama penna, þeir verða bensínið á bílnum sem ég og teymið mitt höfum verið að græja og gera upp. Þess vegna er ég hér í þessu viðtali, að auglýsa eftir bensíni.

Verða Góðar Fréttir á netinu?

Við erum með hæfileikaríkan mann í vefhönnun sem býr yfir reynslu að búa til vefsíður, þannig að vefsíða verður eflaust sett um samhliða prentun á tímaritinu, þegar vélin er komin almennilega af stað.

Afhverju er mikilvægt að fólk heyri Góðar Fréttir? 

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is Ljósmyndari: Eysteinn Örn Jónsson

Manifestation. Það er ekki til íslenskt orð yfir það, en ef ég reyni að lýsa því þá þýðir það hreinlega að kalla yfir okkur jákvæða orku. Allt sem við sjáum og snertum er orka og spilar í ákveðinni tíðni, lágri eða hárri. Þegar við förum öfugum megin fram úr, þá erum við meðvitað eða ómeðvitað búin að ákveða að dagurinn verði hræðilegur og skiljum svo ekkert í því hvernig allt fer úrskeiðis eða verr en við ímynduðum okkur. Þá hugsum við með okkur: oh, týpískt; þegar við lendum í árekstrum við okkur sjálf og umhverfið sem kallar enn meiri óheppni yfir okkur. Góðar Fréttir verða á hárri tíðni, alveg eins og þegar eitt bros smitar annað þá mun tímaritið miðla jákvæðu viðhorfi sem smitar út frá sér. Ég vona að snjóboltinn stækki og að þetta muni hvetja yngri kynslóðir til að feta sig áfram á sömu braut, hugarfarslega séð. Þess vegna finnst mér mikilvægt að fólk lesi fleiri góðar fréttir.

Eru fjölmiðlar almennt að segja Góðar Fréttir?

Það er að minnsta kosti ekki nógu vinsælt. Það eru kannski aðallega myndbönd af hundum að bjóða eigendum sínum úr hernum velkomna heim eftir túr, sem ná einhverjum vinsældum. Auðvitað er það fallegt, en ég vona að Góðar Fréttir verði miklu meira og stærra en það, að það verði raunverulegur og einlægur innblástur fyrir fólk.

Heldurðu að þetta muni hafa einhver áhrif, ef svo er, hvaða áhrif? 

Megin tilgangur Góðra Frétta er að hafa einhver áhrif, og sé á komandi árum þáttur í byltingu jákvæðrar hugsunar. Síðan verður það upp á fólkinu komið að sækjast í þessi áhrif eða ekki.

Sólrún Freyja Sen

Showing 3 comments
  • helga jörundsdóttir
    Reply

    Flott Saga mín. Gaman að fylgjast með

  • helga jörundsdóttir
    Reply

    Flott Saga mín

  • Helgi Valur
    Reply

    Jákvæð og góð frétt 😊

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search