Forvarnarvika í Fjölbrautaskólanum við Ármúla

Vikuna 23. september til 27. september var tekin ákvörðun í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að halda forvanarrviku þar sem farið var yfir forvarnir gegn áfengi, sjálfsvígum, um kynheilbrigði, sjálfsmynd og svefn. Fyrirkomulag forvarnarvikunnar var þannig háttað að haldnir voru fyrirlestrar ásamt því að í skólanum var sölubás til styrktar þeirra samtaka sem aðstoða þá sem aðstoð þurfa. Fyrirlesarar sem komu voru Saga Nazari, fulltrúar frá Píeta samtökunum, Kristín Þórsdóttir hjá Eldmóðinum og fleiri. 

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Fyrst kom Saga Nazari og hélt fyrirlestur um alkóhólisma. Mikilvægt er að vita að alkóhólistar koma í öllum stærðum og gerðum og getur þar af leiðandi nágranninn sem býr í risastórri höll, á tvo eða þrjá bíla og getur keypt nánast hvað sem er, verið jafn mikill alkóhólisti og heimilislausi maðurinn sem sefur á almenningsbekkjum niðri í bæ og hefur ekki efni á þaki yfir höfuð sitt. Saga ræddi um hvað það þýðir að vera alkóhólisti og hvernig baráttu alkóhólistar fara í gegnum á hverjum einasta degi. Einnig ræddi hún um hvað hægt væri að gera sé maður aðstandandi alkóhólista en það eru til samtök sem aðstoða aðstandendur. Þar sem þetta er forvarnarvika þá nefndi hún einnig mikilvægi þess að þeir sem koma að hagsmunum nemenda þekki byrjunareinkenni bæði alkóhólisma og vímuefnanotkunnar.

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Þar á eftir voru Píeta samtökin með fyrirlestur um sjálfsvígsforvarnir. Píeta samtökin eru fyrir bæði þolendur og aðstandendur þeirra sem eru með sjálfsvígshugsanir eða stunda sjálfsskaða og eru átján ára eða eldri, en þeir sem eru undir átján ára eiga alltaf að hringja í Píeta samtökin sem munu þá leiða þá áfram. Helstu áhættuþættir sjálfsvíga eru geðraskanir, vímuefnavandi, að hafa áður gert sjálfsvígstilraun, fjölskyldusaga um sjálfsvíg, breyting á félagslegri stöðu og nýlegt áfall. Hjá framhaldskólanemendum myndi stærsti þátturinn í breytingu á félagslegri stöðu vera sambandslit og alvarleg ástarsorg. Það er því mjög mikilvægt fyrir nemendur að vita að það er alltaf einhver til staðar innan veggja skólans sem er tilbúinn að aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum, hvort sem það er í einkalífi eða skólalífi. Til að nefna nokkur dæmi um þá sem nemendur geta leitað til eru námsráðgjafar, félagsmálafulltrúar, skólastjórnendur, hagsmunafulltrúar ef slíkir eru í skólanum, annars einhver úr nemendafélaginu og svo auðvitað einhver kennari sem nemandinn treystir. 

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Einnig var talað um kynheilbrigði og sjálfsmynd. Þegar einstaklingur er með slæma sjálfsmynd gerir sá einstaklingur hvað sem er til að fá athygli. Stór hluti af því að fá athygli er að stunda kynlíf snemma á lífsleiðinni en það er mjög mikilvægt að maður þekkir sjálfan sig áður en maður fer að stunda kynlíf með öðrum. Með því að segja einfaldlega: „Nei, ég er ekki tilbúin(n)“, er maður að koma í veg fyrir að gera eitthvað sem maður er raunverulega ekki tilbúinn að gera. Segi einstaklingur nei við kynlífi þýðir það ekki að maður megi suða í þeim einstaklingi. Nei þýðir nei. Í 59% tilfella kynferðisbrota lamast þolandi og getur þar af leiðandi ekki barist gegn ofbeldinu. Það þýðir alls ekki að maður megi gera hvað sem maður vilji við þá manneskju. Einnig er mikilvægt að taka ekki klámi sem heilögum sannleika. Hægt er að finna frekar raunverulegt klám en flest klám er unnið of mikið. Í upphafi var klám notað í læknisfræðiskyni fyrir karlmenn sem áttu við risvandamál að stríða. Það þýðir samt ekki að maður verði að vera strákur með risvandamál til þess að horfa á klám, þetta þýðir frekar að maður þarf bara að fara mjög varlega í hvað maður eigi að taka sem heilögum sannleika þegar að kemur klámi. 

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Engin einkenni eða neinir áhættuþættir teknir fram hérna að ofan er alhæfing og er þetta mjög mismunandi milli manna. Fólk er jafn misjafnt og það er margt, því mikilvægt að fagna fjölbreytileikanum til að öllum líði vel

Penni: Elín Ósk Þórisdóttir

.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: