Söngkeppni framhaldsskólana!

Elín Halla Kjartansdóttir

Framkvæmdarstjórn SÍF kynnir með stolti að Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin næstkomandi laugardag, þann 13. apríl, í Bíóhöllinni á Akranesi. Keppnin verður sýnd í beinni á RÚV og útsending hefst klukkan 20:55.

Kynnar keppninnar eru Jón Jónsson og Friðrik Dór og munu þeir halda uppi fjörinu allt kvöldið. Dómarar keppninnar eru Birgitta Haukdal, Björgvin Halldórsson og Bríet.

Í ár taka 27 skólar frá öllum landshlutum þátt. Hver þátttakandi fær tvær mínútur og þrjátíu sekúndur til að slá í gegn og er það í höndum dómnefndar og þjóðarinnar, með símakosningu, að velja sigurvegara.

Söngkeppnin var fyrst haldin árið 1990 og er þetta í 28. skipti sem hún fer fram, en eins og kunnugt er var keppnin ekki haldin árið 2017. Söngkeppni framhaldsskólannaer mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk í tónlistarsenunni og margir ástsælustu söngvarar þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu spor í keppninni. Þar má meðal annars nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, Emilíönu Torrini, Birgittu Haukdal, Eyþór Inga og Söru Pétursdóttur, sem flestir þekkja betur sem Glowie.

Fyrr um daginn, klukkan 14:30, verða haldnir fjölskyldutónleikar í Bíóhöllinni til að hita upp fyrir kvöldið.  

Síðast var það Menntaskólinn á Akureyri sem tók verðlaunagripinn heim með sér en hver ber sigur úr býtum núna? Miðasala er hafin á midi.is: https://midi.frettabladid.is/tonleikar/1/10879/Songkeppni_Framhaldsskolanna_2019?fbclid=IwAR14cPOIlnEtvjhtOb_7wEMjD4LsGG9jN2CTuDpl_iG2CTm_iP04oNM1Eig

Fyrir nánari upplýsingar má beina spurningum að eftirfarandi:

Snæþór Bjarki Jónsson, verkefnastjóri SÍF, snaethor@neminn.is, 692-6271

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, formaður SÍF, gunnhildur@neminn.is, 820-6062

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: