Sambandsstjórnarfundur SÍF 23.-24. mars

Helgina 23.-24. mars var sambandsstjórnarfundur SÍF haldinn í Hinu Húsinu, Elliðarárdal. Þar komu fulltrúar nemendafélaga saman og ræddu hagsmunamál nemenda, starfsemi SÍF og svo mikið fleira. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og var þetta fyrsta sinn þar sem sambandsstjórnin kom saman í nýju húsnæði SÍF í Hinu Húsinu, Elliðarárdal.

 

Sálfræðiþjónustukönnun SÍF var rædd, en SÍF sendi á dögunum út könnun um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og það hvert álit nemenda er á henni. Einnig var farið yfir loftslagsverkföllin sem SÍF, Landsamband Íslenskra Stúdenta og Ungir Umhverfissinnar eru búin að vera að halda. Stefna SÍF í forvarnar- og mætingarmálum var rædd og samþykkt sem ályktun, en endurbætt útgáfa verður lögð fyrir á aðalþinginu. Mikið fleira eins og framhaldsskólaball, klukkubreytingar og Hakkaþon SÍF og LÍS var rætt, og tóku nemendur virkan þátt í umræðu.

 

Þórhildur Sunna (Píratar), Andrés Ingi (Vinstri Græn), Helga Vala (Samfylkingin) og Þorsteinn (Miðflokkur) komu í örstuttar pallborðsumræður þar sem nemendur gátu sent inn nafnlausar spurningar til þingmanna. Mikið var spurt um þriggja ára kerfið, hvers vegna gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta sé ekki komin í alla framhaldsskóla, og hvernig hlutum er háttað inni á Alþingi. Þingmenn stóðu sig svaka vel við að svara erfiðum og krefjandi spurningum, takk fyrir komuna!

 

Einnig var farið í hópavinnu þar sem tilraun var gerð á Nemendafélagsskóla SÍF, og rætt var hvernig nemendafélög geta einnig verið hagsmunafélög, hvernig má gera reksturinn betri, markaðsmál og samskipti við skólayfirvöld. Tilraunin gekk svakalega vel og þökkum við Emblu Líf Hallsdóttur og Einari Hrafn Árnason fyrir hjálpina!

Í heildina var þetta svakalega góður fundur og við þökkum öllum sem komu að honum. Við sjáumst á aðalþinginu!

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: