Rakel Sara Magnúsdóttir

Steingeit – Eitthvað óvænt (alvarleg, athugul, dugleg, eftirtektarsöm, fullkomunarþörf, fullorðinsleg, hjálpsöm, metnaðargjörn, raunsæ og vandvirk)

Jæja þá er komið nýtt ár og kannski nokkur áramótaheiti í huga þér kæra steingeit. Á öllu þessu stússi mun eitthvað óvænt gerast sem þú getur ákveðið að nota til góðs eða ekki. Er samt ekki betra að byrja árið á trompi heldur en að liggja bara á botninum meðan aðrir spretta fram úr með látum?

Matches: Vog, fiskur, krabbi

Vatnsberi – Eitthvað óvænt (dulur, félagslyndur, forvitinn, fróðleiksfús, frumlegur, hugsuður, pælari, rólegur, sjálfstæður, skynsamur, snillingur, vingjarnlegur og þrjóskur)

Jahá elsku vatnsberinn minn það er margt á dagskrá hjá þér en í enda mánaðarins mun eitthvað klikkað gerast! Þú ert nokkuð og forvitinn svo það  getur kannski verið smá erfitt að bíða en stundum gerir biðin viðburðinn enn betri. Þú átt líka eftir að taka upp nýtt áhugamál sem gæti orðið að einhverju æðislegu.

Matches: Vog, steingeit, krabbi

Fiskur – Vinir (blíður, fjölhæfur, fórnfús, hæfileikaríkur, klár, listrænn, ljúfur, ímyndunarafl, nærgætnir, óútreiknanlegur, skapandi, skilningsríkur, tilfinningaríkur, umburðarlyndur, viðkvæmur, vingjarnlegur, víðsýnn og þægilegur)

Ah lífið er ljúft. Þú umkringir þig með vinum, gleði og gerir allt til að hjálpa þeim sem þér þykir vænt um. Þú ert svolítið óútreiknanlegur þegar kemur að hinum ýmsu hlutum. Passaðu samt að hugsa líka um fjölskylduna því hún gleymist stundum inná milli skólans, vinanna og svefnsins.

Matches: Steingeit, krabbi, vog

Hrútur – Létt og laggott (athafnasamur, bráðþroska, duglegur, einlægur, fljótfær, framkvæmdaglaður, hreinskilinn, hvatvís, kappsfullur, kraftmikill líflegur, orkumikill, sjálfstæður, skemmtilegur, stórtækur og uppátækasamur)

Hmm hvað er skrifað í stjörnurnar í dag? Já veistu það er nú ekki mikið á næstunni hjá þér. Þetta verður létt byrjun á nýju ári svo þú hefur alla möguleika í heiminum fyrir framan þig. Gríptu tækifærin eins og þau koma því það gerist alls ekki oft.

Matches: Bogamaður, tvíburi, meyja

Naut – Vinir (áreiðanlegt, blítt, duglegt, framkvæmdaglatt, friðsamt, gæflynt, heimakært, hlédrægt, jarðbundið, einbeiting, náttúrubarn, raunsætt, rólegt, skynsamt, trygglynt, varkárt, verndandi, vingjarnlegt og þrjóskt)

Vá maður, þú ert bara að LIFA LÍFINU! Þú ert ekki að ofhugsa hlutina eins og allir eiga svo oft til og hengur aðeins með vinum þínum sem þér actually líkar við. Þetta verður geðveikt þægilegur mánuður svo haltu áfram á þínu striki cause it‘s always a good time.

Matches: Vatnsberi, ljón og sporðdreki

Tvíburi – Árangur (bráðþroska í hugsun, félagslyndur, fjörugur, forvitinn, glaðlegur, glaðlyndur, hress, líflegur, málglaður, prakkari, skarpur, skemmtilegur og stríðinn kannski með tvö sköp)

Kæri tvíburi þú byrjar nýja árið hress, kannski aðeins of glaður fyrir suma en það er bara allt í lagi. Þú ert svolítill prakkari í þér þótt að langt er liðið á unglingsárin. Þú átt eftir að upplifa mikla jákvæðni og hamingju á næstunni svo lengi sem þú sérð sjálfur um að halda því þannig. You do you og allir aðrir munu fylgja þér á þinni frábæru lífsleið.

Matches: Vatnsberi, ljón og steingeit

Krabbi – Ást (góður, heimakær, hjálpsamur, hlédrægur, náttúrubarn, samúðarfullur, samviskusamur, skapandi, tilfinningaríkur, traustur, útsjónasamur, varkár, verndandi og viðkvæmur)

Ástin er rétt handan við hornið eða kannski bara beint fyrir framan þig. Horfðu í kringum þig, sérðu einhvern frábæran frambjóðanda? Nei kannski ekki en þá er það bara að halda halda áfram með líf sitt. Þú ert nokkuð tilfinningaríkur, það er samt best ef þú ferð ekki að senda sessunaut eða kennara ástarbréf. Við höldum að þú vitir ástæðuna fyrir því. Haltu áfram að láta þig dreyma and maybe something will happen.

Matches: Hrútur, vog og steingeit

Ljón – Á niðurleið (athafnasamt, einlægt, fyrirferðamikið, heiðarlegt, kraftmikið, lifandi, listrænt, opið, ráðríkt, sjálfstætt, skapandi, stjórnsamt, tygglynt og þrjóskt)

Æjh elsku ljónið okkar, jú þú ert kannski einlægt lítið lamb en á sama tíma fyrirferðamikið villidýr. Lamb og villidýr passa ekki saman alveg eins og outfitin þín eru ekki að virka þessa dagana. Ef þú hélst að þú værir kominn á botninn, nei þú hafðir rangt fyrir þér, leiðin nær miklu lengra niður svo taktu fram poppskálina, orkudrykkinn og njóttu!

Matches: Tvíburi, bogmaður, fiskur

Meyja – Létt og laggott (aðgætin, alvörugefin, dugleg, eftirtektarsöm, með fullkomnunarþörf, íhaldsöm, nákvæm, samviskusöm, skipulögð, skynsöm, vandvirk og vel gefin)

„Nýtt ár, ný ég“ eða er það ekki þannig? Nei því miður mun ekki mikið breytast heldur minnir byrjunin frekar á Forrest Gump (ekkert gerist en samt gerist svo mikið yfir langan tíma). Maður veit aldrei hvað gerist næst en haltu áfram að vera samviskusöm meyja og kannski birtist eitthvað skemmtilegt á næstunni.

Matches: Krabbi, steingeit og hrútur

Vog – Árangur (ákveðin, brosmild, félagslynd, glaðleg, listræn, ljúf, opin, réttlát, skemmtileg, vinamörg og vingjarnleg)

Vel gert! Þú ert svo sannarlega að negla nýja árið með jákvæðni og brosi. En það besta er að þú munt komast miklu lengra ef þú leggur þig 100 prósent fram í hvern dag eða bara 80. Þú ert algjör snillingur, so keep up the good work:)

Matches: Ljón, vatnsberi og naut

Sporðdreki – Á niðurleið (blíður, forvitinn, hugmyndaríkur, kraftmikill, næmur, ráðríkur, skapstór, tilfinningaríkur, viljasterkur og þrjóskur)

Við erum með slæmar fréttir fyrir þig í dag kæri sporðdreki:( Nýja árið byrjar ekkert sérstaklega vel hjá þér og verður eiginlega bara verra fyrsta mánuðinn. Þrjóska og reiði mun ekkert bæta þetta ástand svo reyndu bara að búast við því versta og kannski verður það ekki jafn slæmt.

Matches: Ljón, vatnsberi og naut

Bogmaður – Ást (einbeittur, félagslyndur, fjörkálfur, forvitinn, frjálslegur, fróðleiksfús, íþróttaálfur, líflegur, orkubolti og ævintýragjarn)

Lífið leikur létta hljóma næstu daga. Jú það er rétt fjörkálfurinn okkar að ástin er í vændum en er þetta sú síðasta eða aðeins fyrsta? Það er þín þraut að leysa í leiknum. Ástin er frábær en láttu hana ekki umhvolfa þig alveg því þú átt líka vini sem þarf að sinna.

Matches: Meyja, vatnsberi og tvíburi

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: