Loftslagsverkfall #SchoolStrike4Climate

Framkvæmdastjórn

Sælir kæru nemendur.  Framkvæmdastjórn SÍF hefur, í samstarfi við LÍS og Unga Umhverfissinna, ákveðið að efna til skólaverkfalls vegna aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Verkfallið mun eiga sér stað á Austurvelli næsta föstudag, þann 1. mars – og alla næstu föstudaga á milli klukkan 12–13.

Verkfallið er innblásið af hinni 16 ára Sænsku Gretu Thunberg sem hefur vakið athygli um allan heim vegna skólaverkfalla hennar og hafa tugþúsundir nemar í skólum víðsvegar um heimin svo sem Bretlandi, Belgíu, Svíðþjóð og Ástralíu tekið þátt í þessu. Verkfallið á Íslandi var fyrst haldið síðasta föstudag, og munum við halda áfram þangað til að stjórnvöld taka til aðgerða.

Nýjustu tölur Gallup sýna að fleiri Íslendingar en nokkru sinni fyrr hafa áhuga á – og áhyggjur af – umhverfismálum (http://bit.ly/2IuvEp4), en þó fer losun gróðurhúsalofttegunda enn vaxandi. Við viljum sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji rótttækar aðgerðir.

Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 og gera meðal annars ráð fyrir kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við viljum styðja við bakið á þeim aðgerðum, en betur má ef duga skal. Núverandi aðgerðaáætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu og við krefjumst aðgerða sem eru líklegar til að skila þeim árangri.

Við hvetjum ykkur öll að ganga út úr tíma, hvetja vini ykkar með, og mæta á Austurvöll föstudaginn 1. mars klukkan 12-13, og hvern einasta föstudag þangað til að stjórvöld taka til aðgerða.

Hér má sjá facebook viðburðinn: https://www.facebook.com/events/303348753710591/ 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: