Innsendar sögur og ljóð

Ritstjórn

Einn af þessum dögum

“Í dag er bara einn af þessum dögum” segi ég við sjálfa mig um leið og ég panta mér risastóran kaffibolla (þann fjórða í dag) og sest niður. “Einn af þessum erfiðu dögum sem koma inn á milli þó svo að maður sé hamingjusamur”. Planið var að reyna að læra en ég er eitthvað utan við mig. Ég er að hlusta á tónlist sem aftengir mig við raunveruleikann og gerir allt draumkenndara. Það eru ekki margir á kaffihúsinu sem er bara fínt, ég kann vel við það svona. Það er rólegri stemning og ég fæ frið til þess að hugsa. Það er þó kannski ekkert sniðugt að hugsa of mikið. Það koma nokkrir eldri krakkar úr skólanum og setjast niður rétt hjá mér. Ég kannast við þau og þau brosa til mín. Hægt og rólega átta ég mig á hópnum og byrja að pakka saman dótinu mínu. Ég veit alveg hver er á leiðinni og ég vil ekki einu sinni reyna að takast á við það, það er betra að flýja bara. Einmitt þegar ég held að ég sé sloppin gengur hún inn. Hugurinn minn fer strax á milljón, hann reynir að halda heilanum í skefjum og víkja burt vondum hugsunum. Það virkar ekki. Af öllum þeim tilfinningum sem ég get upplifað finnst mér þessi vera ein af þeim allra verstu. Konan dregur úr sjálfsáliti mínu með því einu að vera til, með því að vera hún sjálf. Hún er allt sem ég vil vera: Klár, falleg, vinsæl og góð, hún er óhrædd og hefur mun meiri reynslu af lífinu. Ég er bara lítil í mér og veit í raun ekki neitt. Ég hræðist návist hennar og forðast hana eins og heitan eldinn. Mér finnst ekki gaman að líða svona en þetta gengur allt upp, þetta eru staðreyndir: Hún er betri en ég. Ég verð aldrei jöfn henni. Ég hendi í flýti öllu dótinu mínu í skítuga, græna bakpokann minn, dríf mig í snjáða jakkann hans pabba, hækka tónlistina í botn og hleyp út á meðan ég geri mitt besta til að forðast augnaráð hennar. Ég er byrjuð að anda hraðar. Sennilega blanda af stressi og kaffidrykkju. Ég skildi samt bollann minn eftir, ég drakk næstum því ekkert, ég var að flýta mér svo mikið út. Ég reyni að róa mig niður og labba í áttina heim. “Þetta er bara einn af þessum dögum”.

-Jana Björg Þorvaldsdóttir

Alana

Hey Mrs. Sunshine you shine so peacefully
Hey Mrs. Sunshine where are you?
Hey Mrs. Sunshine keeper of my gloom
You don’t look so good do you now?
You don’t look so fine do you now?

Hey its been a while alana
I was looking for you alana
I was calling for you all night long
I was looking for a place to belong
Looking for a place to belong

Now i’m writing this in my cold bed
Remembering all the times you rushed through my head
You were my drug of choice, my warmth at night
I wanted to hear your voice,  vibrations created light
We never kissed though i thought we might

Alana
Where were you?

Alana
When i needed you?

Alana
How could you?

Alana

Last lecture

These days i’m afraid of waking up alone
I wish that i could tell you that i’ve grown

When you give the last lecture, all the leaves fall
But despite that I still have to stand up tall

The snow has come to take you away from me
There will always be a place for you to stay with me

Time seems to stand still when you aren’t near
These days the winter is the only thing I fear

I’m lost, leafless and peeled as all of my ineptitudes are revealed
Maybe I should have kept my feelings concealed
Where my bark once was, now remains a fracture,
you left with the leaves when giving me the last lecture

– Kristófer Andrésson

 

 

um þig

þú sem berð mitt uppáhaldsbros
hjarta mitt berð í mjúkum höndum
björtum augum þú skartar
og engin lykt er betri en þín

faðmur þinn hlýr og opinn
huga minn þú róar með minnstu snertingu
sál mína hleður með nærveru
og engin augu jafn skilningsrík og þín

undiröldur

þú helltist yfir mig
eins og sjórinn umlykur bráð sína
ég vaggaði stjórnlaus með öldum þínum
þar til ég sökk

ég horfi í djúpið
og að eina sem hellist yfir mig er söknuður
ég tek skref aftur, loka augunum
og dreg andann djúpt

áður en ég veit af skell ég í kalt hafið
ósynd berst ég um þar til kuldinn tekur yfir
og stjórnleysið hræðir mig ekki
öldurnar hugga mig er þær reka mig út á haf

Biðstofan

Leitandi augu,
þungt hugsi.
Fálmandi eftir minningum
sem koma aldrei aftur.

Hún situr og bíður
tímunum saman.
Bíður eftir eitthverju.
Endinum líklegast.

Ótengdar setningar,
óskýrar hugsanir.
Hún berst við að setja orðin saman.

Nú liggur hún og hvílir.
En hún bíður enn.
Tíminn hægir á sér,
þar til hann rennur út.

Og biðin hefur tekið enda.
Augun lokast
og hugurinn skýrist
Allt er á sínum stað,
hún er komin á sinn stað

og hvað

ég setti sængina þína upp í skáp í síðustu viku
svona til að finna ekki fyrir nærveru þinni er ég sef
ég setti bækurnar sem þú gafst mér niður í geymslu í gær
svona til að vera ekki umkringd orðum sem minna mig á þig
ég er byrjuð að keyra aðra leið í vinnuna
svona til að forðast það að leitast eftir ljósi í herberginu þínu

ég setti sængina upp í skáp í síðustu viku
og hef ekki sofið vel síðan
ég setti bækurnar niður í geymslu í gær
og ég er búin að sækja þær aftur og læra orðin utanbókar
ég er byrjuð að keyra aðra leið í vinnuna
og keyri nú framhjá nýju íbúðinni þinni

en rúmið er kalt
orðin innihaldslaus
og ljósið er alltaf slökkt

-Þórunn Hjördísardóttir

 

 

 

Botninn

Á botninum er ég stödd
Ég er brotin og uppgefin
Sjálfsmynd mín í brotum
liggur í örsmáum molum í kring
Þó að ég sé stödd á botnunum
þýðir það ekki bara endalok
heldur líka upphaf
Upphaf á endurreisn
Ég hef alla molana sem eitt sinn var ég
Ég og sjálfsmyndin mín
sem ég púsla saman á ný
Botninn er sérstök gjöf og tækifæri
til að líta í sinn eigin barm og skilja sig betur
Byggja sig upp og vera heil á ný

-Nafnlaust

 

 

Óður til lóunnar

Undan kveðjandi fönninni
hrökkva litirnir til lífs
við söng hennar.

Undir hækkandi sól
vaxa hlustendur vetrarins
við gjöf hennar.

Það eitt að vera
eftirlæti skáldanna
dugar ekki til.
Því hver er sá sem hefur
þyngri byrgð að bera
yfir höf og heima
en vorboðinn auðmjúki?

-Björn Ingi Baldvinsson

 

 

Fjölbreytileiki

Ung stúlka með brotna sjálfsmynd
Og strákur sem grætir sig í svefn.
Eru þau öðruvísi en aðrir?
nei, því þau eru bæði mennsk.
Hvað er að gerast með samfélagið
Ég skil ekkert lengur.
Afhverju getum við ekki bara staðið saman
Og haldist í hendur,
Ég myndi halda að það væri eina sem gengur.
Hættum að dæma hvort annað
Styðjum og hrósum frekar.
Því í mínum huga er aðeins eitt bannað
Og það er að dæma aðra.
Auðvitað gengur það ekki alltaf
en ég geri mitt besta.
En ég vil samt meina
Að ég elska fjölbreytileika.

 

 

Veruleikinn

Veruleikinn er ljótur
ef hann er skoðaður í réttu ljósi.
Á meðan karl er með völd
er kona gerð að hlut.

Staðalímyndir verða til
sem fáar konur uppfylla.
Þessar endalausu kröfur
eru sífellt að magnast upp.

Þetta er eins og árás
sem er gerð á sjálfsmynd kvenna.
Of stór brjóst og of stór rass
hvað eigum við að gera í okkar sporum?

Þegar kona fær völd
er hún þögguð niður.
Við erum enn að rífa í gaddavírs girðinguna
sem feðraveldið hefur sett upp.

Tíminn er kominn til að opna augun
og hætta að hunsa veruleikann.
Stöndum saman
allar sem ein, öll sem eitt.

-Diljá Mikaelsdóttir

 

 

Án titils

Stundum er ekkert svo hýrt að vera hýr
Heyra alla daga að ekkert í manni býr
Sumir segja æði
Aðrir segja oj
Sumir segja bæði
Aðrir segja boiii
En við erum öll bara manneskjur
Og okkur veitir ekki af ást
Sama hver kynhneigðin er
Og hvernig maður skilgreinir kyn
Þá er maður manneskja, sem betur fer
Við þurfum öll að eiga vinSaman skulum við sýna ást

Sjá hvert hún leiðir okkur
Í gegnum súrt og sætt
Bæði regn og skúrir
Við getum líf okkar bætt
Ef þú bara þorir

-María Lóa Ævarsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: