Kostnaðurinn við kostnaðarlitla verslun

María Árnadóttir skrifar

Föt í dag eru ódýrari en nokkurn tímann fyrr, því algengt að fólk versli óhóflega mikið af fötum og fleygi þeim eftir litla notkun. Við leyfum okkur að kaupa föt í óhóflegu magni vegna þess hvað þau kosta lítið. Þó er þessi lági kostnaður á kostnaði annarra út í heim sem framleiða fötin okkar.

Mörg fatafyrirtæki halda verðinu á fötum lágu með því að framleiða þau í ríkjum þar sem ódýrt vinnuafl er í boði. Fólkið sem framleiðir fötin okkar er meðal þeirra lægst launuðu í heimi. Áætlað er að um 40 milljónir manna vinna við framleiðslu fatnaðar og þar á meðal eru 85% af þeim konur. Bangladesh er stærsti framleiðandi og útflytjandi fatnaðar í heiminum í dag. Laun verkamanna í fataverksmiðjum þar í landi eru rúmir 60 bandarískir dollarar á mánuði sem jafngilda um 7.000 íslenskar krónur. Áætlað er að þessi upphæð sé 1/5 af meðallaunum í landinu.

Ofgnótt af vinnuafli er í boði í þessum ríkjum og samkeppni myndast milli verksmiðja í ríkjunum sem keppast um að selja vörur á sem lægsta verði. Lífskjör þeirra sem starfa í fataverksmiðjum lækka samhliða miklum kröfum stórfyrirtækja. Verksmiðjur reyna að halda sér á floti og koma til móts við kröfur stórfyrirtækja sem leita einmitt af svona tækifærum og nýta sér þau miskunnarlaust.  

Ekki nóg með að fólk í verksmiðjum er á lágum launum heldur er öryggi þeirra oft ekki tryggt. Árið 2013 hrundi átta hæða verksmiðja, Rana Plaza, í Bangladesh til grunna. Við það létu 1.134 verkamenn lífið. Verkamennirnir höfðu tilkynnt að sprungur höfðu myndast í veggjum verksmiðjunnar en yfirmenn hunsuðu ábendingunum.

Annað sem gott er að hafa í huga eru afleiðingar fataiðnaðarins á umhverfið. Framleiðsluaðferðir á fatnaði hafa ýmsar skuggahliðar sem er sífellt  erfiðara að líta framhjá. Sem dæmi má nefna að um 70 milljónir trjáa eru höggvin árlega fyrir fataiðnaðinn einan. Óendurvinnanlegar auðlindir eru notaðar við framleiðslu fatnaðarins og fötin sem seljast ekki eða er hent eftir litla notkun er fleygt í landfyllingar og fátt endurunnið. Þau enda oftast aftur í sömu ríkjum og þau eru framleidd í. Áætlað er að um 10.6 milljónir tonna af fatnaði fara í landfyllingar ár hvert.

Til þess að eitthvað breytist í fataiðnaðinum þurfum við að hugsa hvaða föt við verslum og hvaða fötum við hendum. Við þurfum að vera meðvitaðari um hvar fötin eru framleidd og hver framleiðir þau. Hér að neðan eru nokkrir punktar um hvernig skal vera meðvitaðari um þessi atriði:

  1. Kaupa gæða föt sem endast lengur
  2. Kaupa föt sem passa við fleiri tilefni og það sem er í fataskápnum fyrir
  3. Endurnýta gömul föt, t.d gefa systkinum. Sumar búðir taka á móti notuðum fötum og borga fyrir það.
  4. Fara með föt í Rauða krossinn.
  5. Versla í second-hand búðum.

Hægt er að kynna sér þetta nánar á heimasíðunni truecostmovie.com

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: