GRINGLO: Fljótandi melódíur og þýðingarmikil textagerð

Sólrún Freyja Sen skrifar

Ívan Mendez er söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni GRINGLO frá Akureyri. Hljómsveitin gaf út smáskífu síðasta vor, og gaf út glænýtt lag í vikunni, sem ber titilinn Human.
„Lagið fjallar um vangaveltur mínar um mannleg samskipti í hversdagsleikanum. Ég vil ekki gefa upp of mikið en ég mæli með að fólk hlusti á textann og reyni að ráða úr honum.
GRINGLO er hljómsveit sem ég bjó til utan um mig. Ég var einn að semja mikið af lögum á kassagítar með kósý „vibe-i”, þá lög með boðskap um frið og heimspekilegum pælingum sem ég hef verið að spá í. Tónlist GRINGLO má skilgreina sem folk-tónlist, sem einkennist ýmist af rythmískum slætti á hin ýmsu strengjahljóðfæri, fljótandi melódíum og þýðingarmikilli textagerð sem sækir innblástur sinn í mannleg samskipti, persónulegar reynslur og stóru spurningar lífsins.”
Meðlimir hljómsveitarinnar ásamt Ívani eru þeir Guðbjörn Hólm sem spilar á bassa og syngur bakraddir, Guðjón Jónsson á hljómborð og píanó, og Arnar Freyr Scheving sem spilar á trommur og leikur slagverk.
Ívan hefur líka verið að gefa út tónlist utan hljómsveitarinnar, en þar notar hann tölvuna meira og eigin hráu mannlegu tilfinningar.
Ívan er að vinna í nýrri smáskífu með GRINGLO sem kemur út næsta vor, fyrir utan að vera sjálfur alltaf eitthvað að bralla.
„Ég er með tvö lög sjálfur sem mig langar að fara að klára, þannig vonandi kemur eitthvað frá mér í bráð.
Sumarið 2018 gáfum við í GRINGLO frá okkur EP plötunna From Source á Spotify. Platan er fyrri kafli stærra verks og inniheldur 6 lög.

Um þessar mundir vinnum við hörðum höndum við það að hljóðrita seinni kafla verksins. Sú plata mun einning innihalda 6 lög og heitir hún To the Ocean. Í sameiningu munu þær bera nafnið From Source, to the Ocean – A Tale of Two Rivers og kemur hún út í byrjun sumars.
Ásamt hljóðupptökum erum við líka að skipuleggja útgáfutónleika. Það verður mjög metnaðarfullt verkefni og engu til sparað. Sennilega verða þetta síðustu tónleikar sveitarinnar um ókomin tíma þar sem ég stefni út til Berlínar í haust þar sem ég hyggst sækja mér í B.A gráðu í Music Production.

Platan er hálfgerð concept plata og fjallar um ferðalag mitt í leit af hugarró og tilgangi lífs míns.  Tímabilið sem lögin voru samin á spannar fjögur atburðarík ár.
Tónlistin á þessari plötu var mín leið til að lækna hjartasár og skilja sjálfan mig betur. Hvert einasta lag er partur af ferðalagi mínu,  frá algjöru niðurbroti og til
mannsins sem ég er í dag.”

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: