VÍ-MR dagurinn 2018

Ritstjórn

Við fengum MR-ing og Verzling til að skrifa fyrir okkur um árlega keppnidaginn þeirra, VÍ-MR/MR-VÍ daginn sem haldinn var 5. október síðastliðinn.

MR

MR-ví er árlegur viðburður þar sem Lærði skólinn og Menntaskólinn við Kringluna koma saman og keppa í hinum ýmsu greinum, til þess að komast að því hvor skólinn er raunverulega betri. Nemendur við Menntaskólann í Reykjavík eiga að mæta klæddir lopapeysu og ullarsokkum en þar sem það er of heitt inn í öllum stofum skólans er það sjaldséð. Eftir skóla á föstudeginum stigum við upp í rútur og keyrðum þvert yfir landið til að komast í Kringluna. Þegar við stigum okkar fyrstu skref inn í hliðarbyggingu Kringlunnar fundum við strax fyrir gusti yfirborðskennda andrúmsloftsins sem ríkir þar. Skólarnir kepptu í ýmsum smáum keppnum og síðar um kvöldið var ræðukeppni. MR stóð sig með prýði en að lokum vann myrka hliðin.

Sigríður Halla Eiríksdóttir og Íris Ólafsdóttir

Verzló

VÍ – MR dagurinn var haldinn þann 5. október síðastliðinn, þar sem Verzlingar og MR- ingar kepptu í hinum ýmsu greinum til heiðurs sínum skóla. Í ár var dagurinn haldinn í Versló. Keppt var meðal annars í kappáti, dansi, fótbolta og reipitogi en síðan var ræðukeppni um kvöldið sem réði úrslitum.  MR vann þrjár greinar og Versló sömuleiðis þrjár þannig að það var hnífjafnt fyrir ræðukeppnina. Umræðuefni ræðukeppninnar var „Ofurhetjur, að því gefnu að þær séu til“. Ræðulið Verzlunarskólans skipaði Pétur Már Sigurðsson forseti NFVÍ, Styr Orrason, Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir og Máni Snær Þorláksson. Í liði MR voru Ágúst Beinteinn, Ólafur Björn Sverrisson, Lára Debaruna og Ingibjörg Iða Auðunardóttir. Það komu margir nemendur úr báðum skólum til að hvetja sitt lið til sigurs og báðir skólar gáfu út sérstakt VÍ-MR lag. Einnig var gefið út blað, þar sem MR liðið gerði annan helminginn og lið VÍ hinn. Ræðukeppnin laðaði einnig nemendur úr öðrum menntaskólum að, enda er þessi ræðukeppni þekkt fyrir að vera einstaklega skemmtileg og spennandi. Versló vann ræðukeppnina í ár og þar með keppnina í heild sinni en það munaði mjög fáum stigum á liðunum.

Harpa Hrafnborg Viðarsdóttir

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: