Stjörnuspá – Október

Rakel Sara Magnúsdóttir

Steingeit

Æjh við erum með slæmar fréttir fyrir þig elsku steingeit. Þú munt lenda í miklum erfiðleikum á næstunni þar sem þú gætir þurft að pæla í lífinu og tilverunni. Er þetta tilviljun eða eru þetta aðeins hin óviðráðanlegu örlög? Haltu áfram á þinni leið og allt mun enda vel. Þú sýnir metnað í því sem þú gerir í skólanum og vinnunni, en átt það til að ganga jafnvel aðeins of langt þegar ástin á sér stað. Ástin mun koma til þín líkt og í draumi þannig að þú getur bara slakað á með kaldan drykk og vini.

Matches: Vog, fiskur, krabbi

Vatnsberi

Það er allt á uppleið þessa dagana og björt framtíð er það eina sem blasir við þér. Þú ert dul sál en líka félagslynd og finnst gaman að vera í kringum vini. Brjóttu aðeins upp daginn með forvitni þinni og skelltu þér í létt partý eða farðu og hittu vini, því þar muntu blómstra. Njóttu áður en þú lendir aftur á botninum.

Matches: Vog, steingeit, krabbi

Fiskur

Elsku fiskurinn minn, viltu ekki aðeins fara að slaka á? Þú fílar að vera í kringum fólk og ferð kannski aðeins of geyst í helgarnar. Helltu þér yfir bækurnar, settu tónlistina í botn og metnaðurinn gæti komið í leiðinni. If you never try you’ll never know.

Matches: Steingeit, krabbi, vog

Hrútur

AAA þú munt vinna í lottóinu! Þú er algjör lukkuhrútur og átt þennan sigur svo sannarlega skilið. Metnaðurinn er í hámarki og þú ert búinn að rústa öllum prófunum yfir önnina. Haltu áfram að vera svona kraftmikið dýr and you will reach for the stars;))

Matches: Bogamaður, tvíburi, meyja

Naut

Gauur þú verður að hætta að taka öllu svona alvarlega. Prófaðu að losa aðeins um og skemmta þér, það er ekkert betra en létt spilakvöld eða ball með vinum. Maður veit aldrei hvað gerist næst þannig þú skalt endilega prófa eitthvað nýtt og ferskt. Life‘s a bitch then you die svo hætt‘ að fokking væla.

Matches: Vatnsberi, ljón og sporðdreki

Tvíburi

Hvað getum við sagt þér í dag? Já, þú hefur kannski heyrt það áður að tvíburinn eigi það til að vera skapstór og það er einmitt málið í þessum mánuði. Það er allt í lagi, svo lengi sem þú veldur engum öðrum skaða. Stundum á maður bara erfiða daga, vikur eða mánuði. Passaðu þig samt að forðast grænmetisætur, rauðhærða og fjölbura því þessir hópar eiga það til að koma manni á slæman stað.

Matches: Vatnsberi, ljón og steingeit

Krabbi

Veistu hvað? Það getur stundum verið erfitt að vera afbrýðisamur út í vini og vandamenn en það er kannski allt í lagi. Passaðu þig bara að ganga ekki allt of langt. Rífðu þig í gang, hugsaðu um sjálfan þig og kannski endaru á að finna ástina á þeirri vegferð! Leyfðu tilfinningunum að flæða út.

Matches: Hrútur, vog og steingeit

Ljón

Það er allt í lagi að gera mistök stundum, ljónið mitt, en vonandi lærirðu líka eitthvað af þeim í þetta skipti. Þú ert búinn að vera svolítið út um allt nýlega og frekar skapstór. Pældu bara í því næst þegar hlutur brotnar eða sambandið er ekki að virka að reyna að leita að lausnum fyrst áður en þú gerir eitthvað sem þú munt sjá eftir.

Matches: Tvíburi, bogmaður, fiskur

Meyja

Litla meyjan er auðvitað að lesa stutta pistilinn um hvernig lífið hennar mun ganga. En veistu hvað? Lífið leikur ekki svo vel við þig næsta mánuðinn, þú munt lenda í erfiðleikum sem þú getur ekki reddað eða lagað. Þetta eru kannski ekki bestu fréttirnar en þú verður að lenda á botninum til að byggja þig upp aftur.

Matches: Krabbi, steingeit og hrútur

Vog

Vá hvað það er gaman að vera vog núna. Þetta er sko mánuðurinn þinn! Þú ferð í eitthvað tryllt partý með félögum sem verður ein helluð saga. Haltu áfram að umkringja þig svona góðu fólki og beilaðu á það slæma, því þessi léttir á eftir að sýna þér hvað þú varst að missa úr miklu áður. Drop them haters og líf þitt verður sturlað.

Matches: Ljón, vatnsberi og naut

Sporðdreki

Oh það er svo erfitt að vera svona stífur alltaf að stressa sig á öllum litlum smáhlutum. En heyrðu, þessi mánuður á eftir að vera sultuslakur, gæti meira að segja endað í eins og einu Netflix and chill;) Skólinn, vinnan, vinirnir, svefninn og mönsið, þetta er allt að vinna saman. Hversu helvíti góður tími er nú þetta eiginlega.

Matches: Ljón, vatnsberi og naut

Bogmaður

Hey, hey, hey hvaða ævintýradans ert þú alltaf að dansa? Já, það er nú fínt að hlaupa um skóginn stundum og öskra úr sér lífið en viltu ekki aðeins fara að trappa þig niður? Þú þarft að læra aðeins að slaka á og leyfa lífinu að snúast í hringi í kringum þig en ekki öfugt. Elsku bogmaður ef þú stoppar aðeins í smá stund og lítur í kringum þig, þá gæti verið að nýr vinur eða ástin sé rétt handan við hornið.

Matches: Meyja, vatnsberi og tvíburi

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: