Seiðkonur breiða töfrastemningu út um allan skóginn

María Árnadóttir

Skógræktafélag Reykjavíkur stendur fyrir hinum árlega viðburði, Skógarleikunum, sem voru haldnir í þriðja sinn í sumar, í Furulundi. Leikarnir eru haldnir í byrjun júlí. Þeir hafa tekist yfirburða vel undanfarin ár og sífellt fleiri sækja viðburðinn frá ári til árs.

Tilgangur leikanna er að kynna starf skógarhöggsmanna og skóginn Heiðmörk. Aðalverkefni Skógræktarfélagsins Reykjavíkur er almenn umsjón í Heiðmörk sem er stærsta og vinsælasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Félagið sér um uppbyggingu og viðhald í Reykjavík og víðar, með skóg- og trjárækt og landbótum. Þegar leikarnir eru haldnir sér félagið um að gera svæðið, Furulund, aðgengilegt og snyrtilegt fyrir gesti.

Ekki er síður jákvætt að félagið sér um fræðslu fyrir almenning um skóg- og trjárækt og mikilvægi þess fyrir samfélagið okkar í dag. Félagið tekur á móti hópum á öllum aldri og leyfir þeim meðal annars að spreyta sig í að planta trjám.

     Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, hönnuður, fær titilinn skógarleikjastjóri á meðan hátíðinni stendur. Hún hafði þekkt til skógarhöggsmannana í Heiðmörk og vann með ýmsar skógarafurðir í Listháskólanum í kennslu. Skógræktarfélagið hafði samband við hana og vildi að hún skipulegði þennan viðburð og tók hún þessu hlutverki að sér opnum örmum.  

     Á skógarleikunum er haldin keppni meðal skógarhöggsmannanna sem sýna færni sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum. Á leikunum taka fjöldi skógarhöggsmanna þátt og fáeinir koma frá öðrum heimshlutum. Þeir keppa meðal annars í axarkasti, sporklifri, bolahöggi og afkvistun trjábola.

     Undanfarin ár hefur verið fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Krakkar fá að spreyta sig í tálgun úr ferskum við og kljúfa eldivið. Öllum er velkomið að grilla snúrubrauð yfir varðeldi og fólk hefur sýnt þeirri stöð sérstakan áhuga. Boðið hefur verið upp á birkilaufate, ketilkaffi og haldin grillveisla í boði Skógræktarfélagsins. Sýnt hefur verið hvernig hægt var að lita efni með hráefnum úr skóginum. Hið töfralega Teepee-tjald hefur verið reist en þar eru seiðkonur sem breiða töfrastemningunni út um allan skóginn. Á leikunum er einblínt á nytsemi skógarins og notuð eru frum-verkfæri og hráefni úr skóginum.

     Heiðmörk er algjör ævintýraheimur og enginn ætti að missa af næstu leikum þar sem þetta er einlæg skemmtun handa allri fjölskyldunni og henni fylgir enginn tilkostnaður! Til styrktar félagsins er boðið að skrá sig í það og hægt er að kaupa vandaða boli merkta Skógarleikunum.  

Hægt er að fylgjast með undirbúningi næstu leika á Instagram síðu Skógræktarfélagsins en notendanafn þeirra er hér fyrir neðan.  

Intagram: skograektarfelagreykjavikur

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: