Hvað er list? Þetta er eitt flókið dæmi. Hvar á ég að byrja? Heyrðu já list. List er ákveðið hugtak sem hægt er að greina með flokkun en líka mati á listinni sem er svolítið skrítið þegar maður pælir virkilega í því. Mat á list er til dæmis þegar við horfum á striga með einum punkti á, þá eru margir sem hugsa „já þetta er aldeilis tilfinningaríkt verk en aðrir hugsa nei þetta er alls ekki list”.

Dæmi um flokkun á list er: stytta, bekkur eða bygging. Þessir hlutir koma allir frá einhverjum upprunalegum hlutum, því telst listin oft vera eftirlíking annarra hluta og forma. Þetta byggist á hugmyndum Platóns sem sagði að öll hugtök í okkar heim eru aðeins eftirmyndir fullkominna frummynda sem voru óbreytanlegar og eilífar. Þessi hugmynd kallast frummyndakenningin og er oft sögð vera undirstaða sannleikans.

Djúpar pælingar. En list er í rauninni bara út um allt sama hvert þú lítur þá sérðu list að einhverri gerð í kringum þig. List getur verið matur, söngur, bók eða bara kassi. Það er mjög erfitt að segja að list sé einhver ákveðinn hlutur eða hugtak með mörk því þau er í raun svo óljós.

Sálgreining og dauðinn

Hvað þýðir það að deyja? Flestir hafa einhverja hugmynd um dauðann eins og til dæmis að allt lífið birtist manni eins og myndasyrpa þegar maður deyr, við förum til himnaríkis eða niður til helvítis. Þetta fer allt eftir því hversu góð manneskja maður var á jörðu eða að einhver manneskja sem maður þekkir eða þekkti kemur og talar við mann til að gera mann tilbúinn fyrir dauðann.

Sókrates taldi dauðann koma frá líkamanum þannig þegar við deyjum þá er það aðeins líkamsdauði og sálin heldur áfram að lifa. Þessa hugmynd tengist að miklu leyti sálgreiningu sem Sigmund Freud var fyrstur til að þróa.

Sálgreining er nefnilega skipt í líkama, sál og millilið, eða með öðrum orðum þaðið, yfirsjálfið og sjálfið. Þaðið er eins og dýrið í okkur sem girnist til dæmis mat, drykk og kynlíf. Yfirsjálfið hefur ákveðin siðferðisleg gildi og líkist því að vera fullkominn, yfirsjálfið er stjórnin sem við höfum á vilja okkar til að gera ekki það sem þaðið vill. Þessi tvö hugtök eru skyld hugmyndum Sókratesar um að líkaminn er slæmur og sálin góð en líkaminn er eins og þaðið í sálgreiningu en sálin eins og yfirsjálfið. Það sem er svo eftir er sjálfið en það er eiginlega milliliður milli hinna tveggja hugtakanna og þar eru flestar manneskjur. Þær geta stjórnað vilja sínum en láta auðvitað stundum eftir þegar þeim langar í eitthvað sérstakt.

        Það er svo skrítið hvernig heimurinn virkar og hvað hugar annarra skilja hluti á mismunandi hátt en samt er það oft svo svipað. Hvað er það sem veldur því að fólk frá sitthvorum tíma fær sömu hugmyndina en útfæra þær allt öðru vísi?

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: