Ekkert 80’s ball án Herberts Guðmunds

Sólrún Freyja Sen

Hinn eini sanni Herbert Guðmunds skemmtir svo á ´85 ballinu að vana. Herbert er langþekktastur fyrir slagarann sinn Can’t Walk Away sem kom út árið 1985. Það ættu allir að kannast við það. ,,Það eru ekki mörg ár sem ég hef ekki verið að skemmta á ‘85 ballinu í MS. Ég held það sé hægt að telja þau á annari hendi. Það er ekkert 80’s ball haldið á Íslandi nema ég sé, að sjálfsögðu.”

Fyrir utan Can’t Walk Away tók Herbert nýju smellana sína Starbright, Forevermore og I Believe In Love, en Herbert gaf út nýja plötu fyrir síðustu jól.

,,Nýja platan mín Starbright er öll í 80’s andanum að sjálfsögðu. Það er hægt að finna hana á Spotify. Þeir sem eiga einhver tæki heima hjá sér til að spila diskinn, Playstation, í bílnum eða ef það er ennþá geisladiskaspilari á heimilinu; þeim stendur til boða að panta mig heim til sín með posann og diskinn.”

Herbert segir að það hafi alltaf verið geðveik stemning á ‘85 böllum MS, alveg frá upphafi. ,,Allir koma með það hugarfar að skemmta sér og njóta sín. Það er ekki þetta fyllerí eins og var, menn eru aðeins farnir að ganga hægar um gleðinnar dyr eins og maður segir. Það er æðislegt.”

Fyrir nokkrum árum byrjaði Borgarholtsskóli að halda 80’s ball á hverju ári. ,,Það er líka yndislegt. Tvö æðisleg kvöld til að hlakka til. Það er svo gaman að skemmta krökkunum sem eru í blóma lífsins og allt er svo gaman.”

Kunna ekki allir þessi klassísku 80’s lög?

,,Nei það breytist ekkert. Það syngja alltaf allir með.”

Hvað gerist ef MS hættir með ‘85 ballið?

,,Þá væri skólinn bara búinn. Það væri búið að leggja niður MS ef það er ekki ‘85 ball. Það væri eins og ætla að sleppa jólunum.”

Bráðum verður líka hægt að fá nýju lögin á númeruðum Vínylplötum. ,,Þær verða tilbúnar öðru hvoru meginn við áramótin. Þetta verða 299 númeruð eintök. Fólk er nú þegar byrjað að panta ákveðin númer, þannig þetta eru svona safngripir sem verður takmarkaður fjöldi af.”

Annars er Herbert alls ekki kominn í frí, en það má búast við enn fleiri plötum í framtíðinni. ,,Ég er með lag í vinnslu sem á eftir að vekja mikla lukku og ber vinnuheitið Hairspray. Síðan stefni ég á að gefa út plötu þar sem öll lögin verða á íslensku, og aðra með stráknum mínum Svani Herberts. Ég og Svanur gerðum Starbright plötuna saman. Það er allt á uppleið.”

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: