Búningahugmyndir fyrir grímuball

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Djöfullinn

Þetta er einn af þessum búningum sem þarfnast ekki mikils undirbúnings og þú getur farið mislangt með hann. Það eina sem er nauðsynlegt er rauður bolur og rauðar buxur eða rauður kjóll. Svo eru það bara hornin sem vantaa og þú ert tilbúinn. Ef þú ert síðan tilbúinn að fara lengra er hægt að gera förðun í stíl eða kaupa linsur sem gera búninginn raunverulegri.

Vínber

Tilvalinn búningur ef þú vilt fara „all out”. Það eina sem þú þarft er grænt hárband, grænn pappír og nokkrar fjólubláar blöðrur. Til að gera þetta að hópbúning væri hægt að bæta við fleiri ávöxtum eins og banana eða appelsínu.

Dora the Explorer

Það hljóta allir að muna eftir Dóru sem vaknaði með okkur á laugardagsmorgnum þegar foreldrarnir nenntu því ekki. Til að klæðast sem Dóra þarf einfaldlega bleikan bol, appelsínugular stuttbuxur, gula sokka, hvíta skó og fjólubláann bakpoka. Svo er alltaf hægt að finna vin sem er tilbúinn að vera Klossi.

Wild Child stelpurnar

Það hafa flest allir séð bíómyndina Wild Child þar sem Emma Roberts leikur snobbaða ameríska stelpu sem er send í heimavistarskóla í Englandi. Í vel þekktri senu fara hún og vinkonur hennar á ball þar sem þær eru allar klæddar í „Malibu tísku”. Það að fara uppklæddar eins og þær er tilvalinn búningur fyrir vinkonuhópinn.

Spice Girls

Klassískir búningar sem allir elska. Vinkonu- eða vinahópurinn getur farið saman sem stelpurnar úr hljómsveitinni Spice Girls og fær hver og einn þá sinn karakter til að vera.

Grimmhildur Grámann

Grimmhildur er búningur sem ekki allir þora að fara út í. Hann tekur kannski dálítinn undirbúning en það sem þú þarft er kjóll sem er bæði svartur og hvítur, flottan pels sem væri helst líka svarthvítur og rauða hæla. Síðan þarftu að lita helminginn af hárinu svartann og hinn helminginn hvítann til að komast algjörlega í karakter. Síðan er sniðugt að gera förðunina í stíl, það er að segja þunnar svartar augabrúnir og rauðan varalit.

Disney pör

Góð hugmynd fyrir þig og maka. Þið getið til dæmis farið sem Jasmín og Aladín, Flynn og Garðabrúða eða Fríða og Dýrið. Til að breyta til væri gaman að fara út fyrir venjulegu steríótýpurnar um kynin og skipta heðfbundnum búningum fyrir konur og karla ef um er að ræða gagnkynhneigt par.

Ætla þó að minna á að svokallað „blackface” er ekki viðeigandi. Það er líka ekki viðeigandi að gera grín af öðrum trúum eða þjóðflokkum. Eigum góðann Hrekkjavöku-mánuð þar sem enginn er niðurlægður eða móðgaður.

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: