Ný framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn

Aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema fór fram í Háskólanum í Reykjavík helgina 8.-9. september og sóttu þingið um 70 fulltrúar nemenda úr framhaldsskólum allsstaðar að af landinu.

 

Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru flutt erindi tengd stefnu félagsins til fjögurra ára, sem samþykkt var á þinginu fyrir ári síðan.

Kynnt voru verkefni vinnuhóps nemenda með fatlanir, sagt var frá verkefni er snýr að hagsmunamálum innflytjenda og flóttamanna í framhaldsskólum auk þess sem deildar voru reynslusögur af því að taka kynjafræðiáfanga sem skyldufag. Þá kynnti Pétur Halldórsson störf Ungra umhverfissinna. Einnig var tekin ákvörðun um að leggja aukna áherslu á málefni iðnnema á komandi starfsári.

 

Mikið var rætt um sálfræðiþjónustu innan framhaldsskólanna enda það baráttumál sem stendur flestum nemendum nærri og mun SÍF halda áfram að beita sér fyrir því að öllum nemendum muni standa til boða gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta innan veggja framhaldsskólanna hið fyrsta.

 

Ný framkvæmdastjórn var kosin í lok þingsins:

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, Tækniskólanum – formaður

Ólafur Hrafn Halldórsson, Tækniskólanum – varaformaður

Hekla Hjaltadóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð – gjaldkeri

Daníel Þór Nýtt Samúelsson, Framhaldsskólinn á Laugum – jafnréttis-og forvarnafulltrúi

Elín Halla Kjartansdóttir, Menntaskólinn í Reykjavík – margmiðlunarstjóri

Isabelle Kristín Tarbox, Menntaskólinn við Hamrahlíð – alþjóðafulltrúi

Snæþór Bjarki Jónsson, Menntaskóli Borgarfjarðar – verkefnastjóri

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: