Auglýst eftir framboðum til framkvæmdastjórnar SÍF 2018-2019/Candidates for board elections

(English below)

Aðalþing SÍF fer fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 8. og 9. september og fer kjör í framkvæmdastjórn  fram í lok þings. Skulu framboð berast framkvæmdastjóra (neminn@neminn.is) fyrir kl.12 á hádegi 9. september eða í þar til gerðan framboðskassa á aðalþinginu. Frambjóðendum mun gefast kostur á að gera grein fyrir framboði sínu á þinginu óski þeir þess.

Athugið, allir áhugasamir framhaldsskólanemar eru hvattir til að bjóða sig fram, ekki er nauðsynlegt að vera fulltrúi í nemendastjórn né skráður fundarfulltrúi á aðalþinginu. Þeir sem ekki eru skráðir fundarfulltrúar en hyggjast bjóða sig fram geta óskað eftir því við framkvæmdastjórn að vera áheyrnarfulltrúar. 

Hlutverk framkvæmdastjórnar:
Framkvæmdastjórn vinnur í umboði sambandsstjórnar og sér um daglega starfsemi félagsins í samvinnu við framkvæmdastjóra. Stjórnin fundar vikulega á skrifstofu SÍF sem staðsett er í Hinu húsinu (Pósthússtræti 3-5) og þurfa stjórnarmeðlimir að sinna ýmsum verkefnum á milli funda. Stjórnarfulltrúar af landsbyggðinni sitja fundi í gegnum fjarfundabúnað. Kosið er í stjórn til eins árs í senn og er afar mikilvægt að stjórnarmeðlimir hafi góðan tíma til að sinna starfinu allan þann tíma. (stjórnin fundar ekki í maí, júlí og desember).

Verkefni sambandsins og þar með framkvæmdastjórnar eru afar fjölbreytt. Má þar nefna skipulagning tveggja sambandsstjórnarfunda, senda inn umsagnir við lagafrumvörpum er varða nemendur/ungt fólk, aðstoða nemendur og nemendafélög ef upp koma vandamál, skipulagning einstakra verkefna er stuðla að bættum hag framhaldsskólanema (t.d. skuggakosningar, herferðir ýmiskonar, undirskriftarlistar, málefni nemenda af erlendum uppruna o.s.frv.), auk þess að eiga fulltrúa í ýmsum ráðum og nefndum sem fjalla um málefni framhaldsskólanema.

Stjórn ber ávallt sameiginlega ábyrgð á þeim verkefnum sem koma inn á borð til hennar en hver fulltrúi hefur þó yfirumsjón með ákveðnum málaflokkum/verkefnum sem skiptast í stórum dráttum þannig:

 

Formaður

Formaður sambandsins er æðsti maður stjórnar. Hann er meðal annars tengiliður stjórnar við aðilarfélög SÍF og rödd sambandsins út á við í samráði við aðra stjórnarmeðlimi.

 

Varaformaður

Varaformaður vinnur ætíð við hlið formanns og er staðgengill í fjarveru hans. Varaformaður ritar einnig  fundargerðir á stjórnarfundum. Þá sér hann um að kynna sér lagafrumvörp er varða málefni framhaldsskólanema, kynna þau fyrir öðrum stjórnarmeðlum og svara þeim í samvinnu við stjórn.

 

Gjaldkeri

Gjaldkeri er framkvæmdastjóra innan handar með fjármál sambandsins og hefur yfirlit yfir fjárhagsstöðu þess öllum stundum. Einnig greiðir hann framkvæmdastjóra laun.

 

Margmiðlunarstjóri

Margmiðlunarstjóri sér um vef SÍF ásamt því að koma sambandinu á framfæri í gegnum samfélagsmiðla og aðra miðla. Hann býr einnig til auglýsingar þegar þess þarf.

 

Alþjóðafulltrúi

Alþjóðafulltrúi er tengiliður stjórnar við OBESSU (Organising Bureau of European School Student Unions) og önnur alþjóðleg samstök. Alla jafna sækir hann viðburði erlendis fyrir hönd SÍF (stundum fara aðrir stjórnarmiðlimir einnig eða í hans stað) og miðlar reynslu sinni af þeim til stjórnar.

 

Forvarnar- og jafnréttisfulltrúi

Forvarnar- og jafnréttisfulltrúi er í fararbroddi þeirra verkefna sem snúa að jafnréttis- og forvarnarmálum í skólum, t.d. málefnum nemenda með fötlun og nemenda af erlendum uppruna.

 

Verkefnastjóri

Verkefnastjóri hefur yfirumsjón með verkefnum sem tengjast ekki sértækum verkefnum annarra stjórnarmeðlima. Sem dæmi heldur hann utan um skipulagningu Alþjóðlegs dags stúdenta 17. nóvember og skipulagningu Söngkeppni framhaldsskólanna í samvinnu við framkvæmdaraðila. Þá sér verkefnastjóri um skipulagningu sambandsstjórnarfunda í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins.

Spurningar varðandi störf og framboð berist til framkvæmdastjóra á neminn@neminn.is eða til stjórnarmeðlima. Netföng þeirra má finna hér.

Lög Sambands íslenskra framhaldsskólanema má finna hér.


English
SÍFs General Assembly will take place at the University of Reykjavík September 8th and 9th. At the GA a new board of 7 students will be elected and any upper secondary student can run for the board. The deadline for the candidacy is at 12:00 at noon on the 9th, either by sending an e-mail to neminn@neminn.is or put it in a box at the GA.

SÍF is a union for all upper secondary school students in 30 schools all around the country. Besides a general introduction on the union at the GA there will be discussions on very varied subjects related to student issues.

The board is elected for a whole year and has a meeting once a week (at the office in Hitt húsið, Youth Center in Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík) where decisions are made. The boad members work closely with the secretary general (only staff member) and carries out many different tasks through out the year. For example organizing the GA and two Comems a year, take a seat in different working groups runned by the State and other and help students and student councils if needed.

The board members are seven and are all equally responsible for all the projects the Union works on every time although every single one is in charge of different things:
Chairman – Is the head of the board and the Unions spokes person in consultant with the rest of the board.

Vice Chairman – Works closely with the chairman and is his substitute. Writes down the board meetings records and takes care of  legislative proposals from the government.

Treasurer – has an overview over the unions finances and pays the salary for the secretary general

International Officer – attends meetings abroad

Technical Officer – takes care of home page, social media and makes advertiements

Prevention and Equality Officer – Is in charge of projects concerning these matters.

Project manager – organises the annual song contest, the Comems and other happenings

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: