FVA sigrar keppni um lýðræðislegasta framhaldsskólann

Framkvæmdastjórn
Þann 12.apríl tóku 20 framhaldsskólar um land allt þátt í skuggakosningum sem haldnar voru samhliða sveitastjórnarkosningum. Skuggakosningarnar eru hápunktur lýðræðisherferðarinnar #ÉgKýs sem er samstarfsverkefni Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Landssambands ungmennafélaga og var nú haldið í þriðja sinn.
 
Lagt er upp með að skuggakosningar séu sem líkastar almennum kosningum með kjörkössum, kjörseðlum og kjörskrá. Þá eru skólarnir hvattir til að standa fyrir lýðræðistengdum viðburðum í lýðræðisvikunni, dögunum fyrir kosningar.
Efnt var til keppni um „Lýðræðislegasta framhaldsskólann“ og voru það nemendur í Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi sem báru sigur úr býtum, með 74,92% kjörsókn í skuggakosningunum.
Þakkar Guðjón Snær Magnússon, formaður nemendafélags skólans, það góðri skipulagningu nemenda og stuðningi kennara. „Það var mikil stemning í skólanum og nemendahópurinn sem stóð að framkvæmdinni tók þetta alla leið, við smíðuðum kjörklefa og gengum í stofur með gjallarhorn til að hvetja fólk til að kjósa. Einnig voru kennarar duglegir að hleypa nemendum úr tímum til að fara á kjörstað. Ég tel skuggakosningarnar afar mikilvægan lið í því að auka lýðræðisvitund ungs fólks og verkefnið ýta undir það að nemendur taki upplýsta ákvörðun sem aftur vonandi skilar þeim á kjörstað í almennum kosningum“.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðjón Snæ Magnússon, formann nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi taka við viðurkenningu frá Snæþóri Bjarka Jónssyni, margmiðlunarstjóra Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Niðurstöður skuggakosninga má finna á egkys.is

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: