Söngkeppni framhaldsskólanna 2018 haldin með glæsibrag

Neminn

Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin 28. apríl síðastliðinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Rúmum þremur vikum fyrr kom það í ljós að þeir framkvæmdaraðilar sem SÍF hafði fengið til þess að halda keppnina sáu sér ekki fært að gera það. Loks fundust nýjir framkvæmdaraðilar, Vinir hallarinnar, sem tóku það að sér að halda hana. Keppnin, sem átti upprunalega að vera haldin 14. apríl á Akureyri var færð til 28. apríl og á Akranes eins og áður kom fram.

24 skólar kepptu í keppninni að þessu sinni. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV þar sem kynnar voru Steiney Skúladóttir og Atli Már Steinarsson. Allir keppendur stóðu sig með prýði, sem og allir aðrir sem komu að keppninni með einum eða öðrum hætti.

Tvö verðlaun voru veitt eftir að allir keppendur höfðu lokið við sín atriði. Fyrst var vinsælasta atriðið tilkynnt og það var Valdís Valbjörnsdóttir úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hlaut þann titil fyrir að hafa fengið flest atkvæði í símakosningu. Hún söng lagið Stone Cold eftir Demi Lovato.

Næst var sigurvegari söngkeppninnar tilkynntur en það var Birkir Blær Óðinsson úr Menntaskólanum á Akureyri sem tók lagið I put a spell on you eftir Screamin’ Jay Hawkins. Sigurvegarinn var ákveðinn af dómnefnd en í henni sátu Einar Bárðarson, Eva Laufey, Óli Palli, Margrét Eir og Bríet.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: