Miðstýring í nafni kjarasamninga

Davíð Snær Jónsson

Miðstýring er ein stærsta mein menntakerfisins á Íslandi í dag og veldur afturhaldssemi á kostnað nemenda. Afturhaldssemi er engum innan menntakerfisins til framdráttar og er kerfi sem við eigum að útrýma.

Kennari í framhaldsskóla fer til skólameistara með hugmynd að umbót í kennslu fyrir nemendur. Skólameistarinn upplýsir metnaðarfulla kennarann að samkvæmt kjarasamningi framhaldsskólakennara geti hann ekki veitt honum frelsi til umbóta kennsluaðferða, enda ekki gert ráð fyrir því í samningunum. Framsækni kennarinn snýr því aftur til kennslu á sömu forsendum og hann hóf störf og metnaðarfulla hugmyndin verður að engu.

Fyrsta skref í útrýmingu miðstýringar er að veita kennurum frelsi til þess að móta skólastarfið og mætti í þeim efnum skoða aukinn kennaraafslátt til að skapa það rými. Kjarasamningur framhaldsskólakennara á stóra hlutaðild að miðstýringu menntakerfisins og tími kennarans innan skólans er niðurnjörfaður í klukkustundir og mínútur.

Innan skólakerfisins eru nemendur sem falla ekki allir undir sama hatt og þeim nemendum er ekki nægilega sinnt. Ég trúi því samt að allir kennarar hafi metnað til þess að gera betur í þágu nemenda. Til þess verðum við að greiða leiðina fyrir kennarann og fækka hraðahindrunum í vegi hans.

Framhaldsskólarnir hafa setið eftir í innleiðingu kennsluhátta. Á sama tíma og margir grunnskólar keppast við að innleiða fjölbreytta kennsluhætti, hafa framhaldsskólarnir setið eftir. Það þekkist sums staðar enn þann dag í dag að nemendur megi ekki nota tölvur í tímum svo tekið sé dæmi.

Sköpum betra vinnuumhverfi fyrir metnaðarfulla kennara framtíðarinnar og vinnum saman að betra íslensku menntakerfi.

Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: