Söngkeppni framhaldsskólanna 2018

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi næstkomandi laugardag, þann 28. apríl. Fyrir þremur vikum tilkynntu fráfarandi framkvæmdaraðilar keppninnar að keppnin yrði ekki haldin í ár og var það stór skellur fyrir framhaldsskólanema. Allir lögðust á eitt og nú hafa Vinir hallarinnar á Akranesi tekið að sér að blása lífi í keppnina að nýju í samstarfi við SÍF. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld klukkan níu. Alls keppa tuttugu og fjórir framhaldsskólar en keppnin er mikilvægur liður í listalífi framhaldsskólanema. Kynnar keppninnar eru Steiney Skúladóttir og Atli Már Steinarsson.

Söngkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin árlega frá árinu 1990 og hafa margir ástsælustu söngvarar þjóðarinnar stigið sín fyrstu spor í keppninni. Þar má meðal annars nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, Emilíönu Torrini, Birgittu Haukdal og Söru Pétursdóttur, sem flestir þekkja betur sem Glowie.

Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin á Akranesi. Miðasala keppninnar fór af stað í morgun á www.midi.is, takmarkað magn miða er í boði

https://midi.is/tonleikar/1/10458/Songkeppni_Framhaldsskolanna_2018

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: