Ályktun um fjárhagslegt sjálfstæði nemenda

Fulltrúar framhaldsskólanema, á sambandsstjórnarfundi SÍF, í Menntaskólanum á Akureyri, 9.-11. mars 2018, senda frá sér eftirfarandi ályktun:

Fjárhagslegur stöðugleiki er mikilvægur til þess að nemendur geti einbeitt sér heilshugar að námi, og til þess að tryggja jafnræði að námi er nauðsynlegt að tryggja lágmarksframfærslu nemenda. Til þess styður SÍF námsstyrkjakerfi að Norrænni fyrirmynd. SÍF styður styrki á sem bestum kjörum, með sem fæstum skilyrðum fyrir námsmenn.

SÍF vinnur einnig að því markmiði að námslán iðnnema dugi fyrir þægilegri framfærslu þeirra, að frítekjumark lána frá LÍN verði hækkað og skerðing lækkuð, og að sterkar undanþágur og úrræði standi til boða fyrir þá hópa sem þurfa á þeim að halda.

Þar að auki bendir SÍF á nauðsyn þess að auka fræðslu í fjármálalæsi í framhaldsskólum.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: