Inger nýr fulltrúi SÍF í stjórn LUF

Snæþór Bjarki Jónsson

Sambandsþing Landssambands ungmennafélaga (LUF) var haldið í Háskóla Íslands sunnudaginn 25. febrúar síðastliðinn. Á þinginu var Inger Erla Thomsen, fulltrúi SÍF, kjörin í stjórn LUF. Nánari upplýsingar um nýja stjórn LUF og Sambandsþingið má nálgast á LUF.is.

Inger var margmiðlunarstjóri framkvæmdastjórnar SÍF 2016-2017. Hún hlakkar til að takast á við þau verkefni sem eru á dagskrá LUF og nefnir þar sérstaklega skuggakosningar í framhaldsskólum sem haldnar verða fyrir sveitarstjórnarkosningar en þær eru hápunktur lýðræðisherferðarinnar #Égkýs sem er samstarfsverkefni LUF og SÍF. Þetta er í þriðja sinn sem verkefnið fer fram en  markmiðið er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Inger vann mikið í #ÉgKýs verkefninu og fyrstu skuggakosningunum árið 2016, hún sá þar um twitter- og facebooksíðu #ÉgKýs og tók þátt í skipulagningu skuggakosninganna á landsvísu ásamt þáverandi framkvæmdastjórn SÍF. Einnig sá hún um framkvæmd skuggakosninganna í sínum skóla.  Menntaskólanum að Laugarvatni. Inger þekkir því #ÉgKýs vel og telur það mikilvægt gera sterkt samband sem ríkir á milli félagana enn betra, sérstaklega í krefjandi verkefni sem þessu. Félögin tvö deila skrifstofu í Hinu húsinu og SÍF er eitt af 30 aðildarfélögum LUF, jafnframt hið stærsta. SÍF fagnar því að eiga fulltrúa í stjórn LUF og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

 

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

Ég er framhaldsskólanemi sem þarf sálfræðiþjónustu og þekki framhaldsskólanema sem þarf sálfræðiþjónustu
%d bloggers like this: