Skuggakosningar #ÉgKýs haldnar um allt land

Neminn

Í gær voru skuggakosningar haldnar í 17 framhaldsskólum um land allt. Nemendur flykktust á kjörstaði í sínum skólum og kusu á milli þeirra flokka sem bjóða sig fram til alþingiskosninga 28. október næstkomandi. Kjörstaðir voru opnir frá klukkan níu um morguninn og lokuðu klukkan fjögur.

Þeir 17 skólar sem kusu í gær voru Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Framhaldsskóli Austur Skaftafellssýslu, Framhaldsskólinn á Húsavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn að Laugarvatni, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Tækniskólinn og Verzlunarskóli Íslands. 

Samtals taka 20 skólar þátt í verkefninu en Framhaldsskólinn á Laugum kaus í dag, Fjölbrautaskóli Suðurlands kýs á mánudaginn og Verkmenntaskóli Austurlands á þriðjudaginn. Niðurstöður skuggakosninganna verða birtar eftir lokun kjörstaða á kjördag, 28.október.

Þetta er annað árið sem Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband ungmennafélaga standa að lýðræðisátakinu #ÉgKýs sem hefur það markmið að efla lýðræðisvitund ungs fólks og hvetja það til þess að kjósa eftir sinni eigin upplýstri ákvörðun og eru skuggakosningarnar hápunktur átaksins.

Hægt er að kynna sér #ÉgKýs betur á vefsíðu átaksins egkys.is og lokaskýrsla síðustu skuggakosninga er fáanleg hér.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: