Við unglingarnir

Ritstjórn
Höfundur: Ritstjórn

Ljóð eftir Dagrúnu Birtu

Við eigum það til að vera þreytt,

finnast ekkert það sem við gerum vera rétt.

Reyna að leysa okkar verkefni stressuð og sveitt

en ef okkur gengur vel er okkur létt.

Við erum öll að berjast við okkar vandamál

sem stundum reyna að brjóta okkar sál.

Staðalímyndir, stress, kröfur og kvíði

eru vandamál sem eru oft við lýði.

Ef að við vitum ekki hvar í lífinu við erum stödd

þá er svo mikilvægt að finna okkar eigin rödd.

Við búum öll yfir kostum og göllum

ef að við áttum okkur ekki á því, þá á lífsins prófi við föllum.

Við erum öll að þroskast og dafna

og minningum safna.

það er alveg satt

að tíminn líður svo hratt.

Vertu bara þú

lærðu af mistökum þínum og njóttu þess að lifa hér og nú!

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: