Skemmtileg sumarstörf til að prófa!

Ritstjórn
Höfundur: Ritstjórn

Sumar við höfnina

Seinasta sumar vann ég á veitingastaðnum Víkin sem er staðsettur niðri á Granda við hlið Sjóminjasafnsins. Skjólríkur pallur með útsýni yfir gjörvalla höfnina tilheyrir staðnum og var það hreint yndislegt að taka pantanir úti á sólríkum dögum. Í stíl við staðsetninguna þá býður staðurinn að mestu leyti aðeins upp á sjávarrétti. Eftirlætispartur vinnudags míns var hádegið þar sem kokkurinn reiddi fram nýja fiskrétti á hverjum degi sem ég gæddi mér á í starfsmannahléinu mínu. Ég hjólaði á hverjum degi í vinnuna þetta sumarið, framhjá Hörpu og svo niður meðfram sjónum. Ég mæli með að vinna við höfnina.

Björg Steinunn

 

Ræstingar og heimspeki.

Ég vann heilt sumar við ræstingar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ræstingar eru með bestu störfum sem ég hef prófað. Ég lærði svo margt sem tengdist hreinlæti og skipulagi. Samstarfsfólkið var ótrúlega hlýlegt og skemmtilegt, mestmegnis konur og ungmenni frá öðrum löndum sem kenndu mér margt um matargerð og eigin menningu. Ræstingarstjórinn var yndisleg kona sem kenndi mér ótrúlega margt. Ég hafði mikinn tíma til fyrir eigin hugsanir í vinnunni og ég hlustaði mikið á „podcasts“ um mannkynssögu, heimsspeki og bókmenntir. Ég var í raun að læra á meðan ég þreif klósett sem er mjög verðmætt.

Þórdís Dröfn

 

Ummönun á elliheimli

Síðasta sumar vann ég á elliheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Það var klárlega besta starf sem ég hef prófað. Vinnan mín snerist mikið um að veita íbúum elliheimilisins félagsskap sem var ótrúlega skemmtilegt en fólk hafði oft ótrúlega mikið að segja og ég lærði heilmargt um íslenska menningu á fyrri tímum. Ég held að ég hafi aldrei sungið og lesið jafn mikið og þetta sumar. Ef þú vilt vinna við eitthvað skemmtilegt, félagslegt og jafnframt gefandi mæli ég eindregið með því að prófa að vinna á elliheimili.

Katla

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: