Menning með lítið ráðstöfunarfé

Hefur þig ekki einhvern tíma langað að gera eitthvað ótrúlega menningarlegt og uppbyggilegt en áttað þig síðan á því að þú sért fátækur námsmaður og átt ekki heilan helling af pening til þess að eyða. Engar áhyggjur! Hér er listi yfir hluti sem hægt er að gera án þess að eyða helling af helling af pening!

Listasöfn

Klesik. Fyrir einstaklinga undir 18 ára eru söfn ókeypis! Algjört hax! En fyrir þá sem eru orðnir eldri kostar það um 1000kr, en það er ekkert miðað við hversu mikið þú færð fyrir peninginn. Fullt af áhugaverðum verkum eftir áhugavert listafólk frá öllum heimshornum.

Síðan eru allskyns gallerí sem hægt er að skoða án þess að borga sig inn. Dæmi má nefna Gallerí Tukt í Pósthússtræti, húsnæði Hins hússins. Þar eru reglulega sýningar eftir unga og efnilega íslenska listamenn sem gaman er að skoða.

Klippikort í Bíó Paradís

Í bíó Paradís kostar stakur miði í bíó 1600 krónur sem er strax ódýrara en að fara í önnur bíó eins og Sambíóin en einnig eru myndirnar sem sýndar eru í Bíó Paradís töluvert áhugaverðari. En það sem er líka hægt að gera í bíó Paradís er að kaupa 6 skipta klippikort á 5990krónur sem þýðir að miðinn er ekki á meira en 1000kall sem er gjöf en ekki gjald. Með því sparar þú líka heilar 3500 krónur! Þetta er frábær díll!

Leikhús

Það getur verið óhemju dýrt að fara í atvinnuleikhús. En þess vegna er tilvalið að skella sér á leiksýningar hjá áhugaleikhúsum en þeir leikhópar eru oft með mjög góðar uppsetningar og leikurinn sjálfur ekki af verri kantinum.

Mér finnst nánast algjört óþarfi að nefna þetta en auðvitað er upplagt að skella sér á leiksýningar menntaskólanna. Miðinn er aldrei dýr og uppsetningin er alltaf flott! Líka bara geðveikt næs að styðja jafnaldra í listinni. Það er líka mjög sniðugt að tjékka á Tjarnabíói. Núna er einmitt verið að sýna gamanleikritið Fyrirlestur um eitthvað fallegt af leikhópnum SmartíLab. Miðinn er á 3500 krónur en sýningin fær mjög góða dóma.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: