Kynjafræði sem skyldufag

Ritstjórn
Höfundur: Ritstjórn

Viðtal við Þórð Kristinsson

Umræðan hefur lengi beinst að því hvort að innleiða ætti kynjafræði sem skyldufag á öllum námsbrautum innan framhaldsskólanna. Eins og staðan er núna er kynjafræði valáfangi í þó nokkrum skólum en ekki skyldufag, að frátöldum menntaskólanum á Laugarvatni en þar hefur kynjafræði verið gert að skyldufagi. SÍF hefur barist fyrir því að kynjafræði yrði gert að skyldufagi innan framhaldsskóla landsins síðan 2015.

En afhverju er mikilvægt að kynjafræði sé gert að skyldufagi? Afhverju ætti þetta ekki að halda áfram að vera valfag fyrir þá sem vilja?

Til þess að fá svör við spurningum mínum talaði ég við Þórð Kristinsson, kynjafræðikennara í Kvennó. Við spjölluðum um femínisma og kynjafræði inn á kennarastofu Kvennaskólans með vægast sagt vondan kaffibolla við hönd.

Þórður telur að kynjafræði sé mikilvæg vegna þess að hún hefur snertiflöt við allt og alla á hverjum einasta degi. Honum finnst að kynjafræði sé fag sem öllum ætti að vera kennt og það mikið fyrr en í framhaldsskóla. Þegar ég spyr Þórð hvort honum finnist að kynjafærði ætti að vera gert að skyldufagi segir hann að honum finnist að það ætti ekki endilega að vera kennt sem kynjafærði en að kynjafræðileg nálgun ætti að vera nýtt og það á öllum menntastigum, einnig í leikskóla. Þórður bendir einnig á það að samkvæmt 40 ára gömlum lögum á það að vera gert en því sé augljóslega ekki framfylgt. Þórður telur að kynjafræði sem fræðigrein ætti að vera kynnt nemendum í elstu bekkjum grunnskóla en að nemendur í framhaldsskólum ættu að eiga möguleika á að dýpka kynjafræðiþekkingu sína eins mikið og þau geta og vilja í framhaldsskóla, bæði sem skylduafag og valfag.

Þórður segir að almennt séð sé ekki nóg lagt upp úr kynjafræðikennslu en að þó séu einhverjir skólar sem bjóða upp á kynjafræði og kenna hana vel en á sama tíma eru ekki nógu margir skólar sem bjóða upp á kynjafræði og láta hana mæta algjörum afgangi.

Að lokum segir Þórður að ef við viljum að skólakerfið okkar sé byggt á jafnrétti og lýðræði sé ekki hægt að líta framhjá því að kynjafræðin er mjög stór partur af því.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: