Að vera sjálfboðaliði á RIFF

Ritstjórn

Í ágúst hitti ég Elinu Claire, 17 ára nemanda í MH, á Stofunni í lauflétt spjall. Elin er búin að vera sjálboðaliði hjá RIFF síðan í maí á þessu ári og var ég forvitin að heyra hvernig það væri að vera partur af kvikmyndahátíðinni.

 

Hvernig virkar starf þitt [hjá RIFF]?

„Það er alls konar. Ég kom bara þangað og spurði: Get ég hjálpað ykkur? Og þau voru alveg: Já, við þurfum hjálp! Og nú hugsa ég um alla sjálfboðaliða og sé um að fara yfir myndir, líka skipuleggja smá h
vaða myndir munu koma og fá allt svona „information“ frá hverri einustu mynd. Alveg bara alls konar.”

Hvað er það skemmtilegasta við starfið?

„Góð spurning. Heyrðu, það er tvennt sem kemur upp í hugann. Það er fyrst og fremst fólkið sem er að vinna þarna, það eru mestmegnis útlendingar sem gerir það skemmtilegra! Allir þarna elska kvikmyndir og maður getur talað við fólk sem elskar kvikmyndabransann og svo er það líka að horfa á öðruvísi myndir en svona „blockbuster“ myndir. Að geta séð svona fullt af nýjum leikstjórum sem vilja koma með eitthvað nýtt í kvikmyndabransann og reyna að finna aðra leið til að gera kvikmyndir skemmtilegar en, þú veist, svona „storyline“ og þannig.”

 

Hvenær kviknaði áhuginn á kvikmyndum?

„Þegar ég var 12 eða 13. Ég byrjaði að gera svona stuttmyndir og við fórum að gera kvikmyndir og vorum með youtube „channel“ og eitthvað. Bara, alltaf að gera kvikmyndir um sumarið og eitthvað. Þannig að ég myndi segja 13 ára.”

 

Hvað er það við kvikmyndir sem heillar þig?

„Ég held — ég er búin að pæla ótrúlega mikið í því — og ég held að það er bara, ókei fyrst og fremst að vinna með svona mikið af ,,artistum”. Í kvikmyndum ertu með fólk sem er gott í svona „framing“, svona skot-dóti, fólk sem eru gott að gera tónlist, þú veist, frá svo mörgum mismunandi, svona, listum. Sem koma bara saman til að gera kvikmyndir. Býr til svona kúltúr, menningu, saman.”

 

Hvers vegna ætti fólk að mæta á RIFF? Eða sýna kvikmyndum yfir höfuð áhuga?

„Ég held að bara að fólk ætti að horfa á öðruvísi kvikmyndir en þær sem maður sér bara í bíó. Flest bíó sýna myndir sem þau vita strax að munu heilla fólk því það er bara eitthvað „basic“ mynd og þú veist alveg hvað mun gerast en í RIFF þá er svona … þá er meira „mystery“ í kringum það. Þú veist ekki hvað þú ert að fara að sjá og þú ert líka að hjálpa fullt af nýjum leikstjórum sem eru að reyna að komast lengra [í kvikmyndabransanum]. En stundum geta það verið ömurlegar myndir, alla vega fyrir mig, skilurðu? En stundum eru svo rosalega góðar pælingar, bara svona tökulega og sögulega, og allt það. Þannig að mér finnst að fólk ætti bara að koma sér út úr sínu „comfort-zone“ og horfa á eitthvað nýtt sem inniheldur fullt af flottum pælingum.”

 

Er einhver atburður í tengslum við starf þitt sem stendur sérstaklega upp úr?

„Núna er rosalega mikið stress í gangi. En bara á meðan ég var að horfa á fullt af myndum til að sjá hvort þær ættu að komast í keppnina, þá voru alveg nokkrar myndir sem heilluðu mig svo mikið og ég vonaði að þær kæmust á RIFF en það var bara … ég var bara … þær gáfu mér svo mikið af hugmyndum. Þetta voru myndir sem ég myndi aldrei horfa á venjulega en ég sá þær bara af því að ég þurfti að horfa á þær… Því það eru svo margar heimildamyndir sem ég hef aldrei pælt í að horfa á en ég lærði rosalega mikið af og það er…bara að vinna hjá RIFF verður ótrúlega góð minning.”

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: