Auglýst eftir framboðum til framkvæmdastjórnar SÍF

Inger Erla Thomsen

Embætti framkvæmdastjórnar eru 7 talsins. Í samvinnu við framkvæmdastjóra sér stjórnin um daglega starfsemi sambandsins ásamt því að sinna fjölbreyttum verkefnum. Meðal annars eru árlega haldnir sambandsstjórnarfundir með fulltrúum nemenda af öllu landinu, sambandið fær til umsagnar frumvörp til laga, tekur þátt í verkefnum með systrasamtökum erlendis, aðstoðar nemendur og nemendafélög ef upp koma vandamál ásamt því að standa að einstaka verkefnum sem stuðla að bættum hag framhaldsskólanema.

Stjórn fundar vikulega á skrifstofu SÍF og þurfa stjórnarmeðlimir að sinna ýmsum verkefnum á milli funda. Nemendur utan af landi eru hvattir til að bjóða sig fram og munu þá sitja fundi í gegnum fjarfundabúnað. Stjónarmeðlimir eru kosnir til eins árs og er mikilvægt að þeir hafi tíma til að sinna starfinu allan þann tíma. (stjórnin fundar ekki í maí, júlí og desember)

Stjórn ber í sameiningu ábyrgð á þeim verkefnum sem koma inn á borð til hennar en verkefni stjórnarmeðlima skiptast í stórum dráttum þannig:

 

Formaður

Formaður sambandsins er æðsti maður stjórnar. Hann er tengiliður stjórnar við aðilarfélög SÍF og rödd sambandsins út á við.

 

Varaformaður

Varaformaður vinnur ætíð við hlið formanns, er staðgengill hans og skráir einnig niður fundargerðir á stjórnarfundum og stærri viðburðum SÍF Þá sér varaformaður um að kynna sér lagafrumvörp sem varða málefni framhaldsskólanema og svara þeim (í samvinnu við aðra stjórnarmeðlimi) fyrir hönd stjórnar.

 

Gjaldkeri

Gjaldkeri sér um fjárhagsmál sambandsins og hefur yfirlit yfir fjárhagsstöðu þess öllum stundum. Hann greiðir framkvæmdastjóra laun ásamt því að faramánaðarlega yfir fjárhagsstöðu sambandsins með honum.

 

Margmiðlunarstjóri

Margmiðlunarstjóri sér um vef SÍF ásamt því að koma sambandinu á framfæri í gegnum samfélagsmiðla og aðra miðla. Margmiðlunarstjóri er tengiliður SÍF við fjölmiðla.

 

Alþjóðafulltrúi

Alþjóðafulltrúi er tengiliður stjórnar við OBESSU (Organising Bureau of European School Student Unions) og önnur alþjóðleg samstök. Alla jafna sækir hann viðburði erlendis fyrir hönd SÍF og miðlar reynslu sinni af þeim viðburðum til stjórnar.

 

Forvarnar- og jafnréttisfulltrúi

Forvarnar- og jafnréttisfulltrúi er í fararbroddi í þeim verkefnum sem snúa að jafnréttis- og forvarnarmálum í skólum, t.d.að allir hafi aðgengi að menntun.

 

Verkefnastjóri

Verkefnastjóri hefur yfirumsjón með verkefnumsem tengjast ekki þeim sértækum verkefnum annarra stjórnarmeðlima. Sem dæmi heldur hann utan um skipulagningu afmælis SÍF og Alþjóðlegan dag stúdenta,17. nóvember. Í samvinnu við framkvæmdastjóra sér verkefnastjóri um skipulagningu sambandsstjórnarfunda.

 

Allir framhaldsskólanemar eru eindregið hvattir til þess að bjóða sig fram!

Framboð skulu berast framkvæmdastjóra (neminn@nemin.is) fyrir kl.12 á hádegi 17. september. Kjör í framkvæmdastjórn SÍF fer fram á aðalþingi sambandsins í Háskólanum í Reykjavík þann dag. Frambjóðendum mun gefast kostur á að gera grein fyrir framboði sínu á aðalþinginu óski þeir þess.

 

Spurningar varðandi störf og framboð berist til stjórnarmeðlima. Netföng þeirra má finna hér.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: