Fyrr á árinu var Ljósbrot, framhaldsskólanna endurvakin eftir margra ára hvíld. Að þessu sinni var vettvangur keppninnar Framhaldsskólablaðið, þar sem það er eitt af því fáa sem allir framhaldsskólanemar landsins eiga sameiginlegt. Fengum við sendar ljósmyndir hver annarri fegurri frá framhaldsskólanemum um land allt. Saga Sigurðardóttir, Snorri Björnsson og Sveinn Speight voru dómarar keppninnar og fengu það verkefni að velja þrjú efstu sætin ásamt sjö ljósmyndum sem yrðu til sýnis í Gallerí Tukt á samnefndri ljósmyndasýningu. Myndirnar tíu prentaði svo Pétur Thomsen. Gaman að segja frá því að bæði Pétur Thomsen og Sveinn Speight tóku þátt og unnu til verðlauna í Ljósbroti á sínum tíma.

Þann 5. apríl var opnunarkvöld ljósmyndasýningarinnar Ljósbrot þar sem þessar tíu myndir voru til sýnis, úrslit voru tilkynnt og verðlaun afhent. Fyrsta sætið hlaut Þórný Þorsteinsdóttir og fékk hún að gjöf Canon myndavél frá Nýherja og gjafabréf á Fjöruborðið, samtals um 100.000,- kr virði. Annað sætið hlaut Jenný Mikaelsdóttir og fékk hún að gjöf gjafabréf á Fiskfélagið og Kopar. Þriðja sætið hlaut Silja Rut Sveinsdóttir og fékk hún að gjöf gjafabréf á Matarkjallarann. Allir verðlaunahafar fengu fallega túlípana frá Upplifun, bækur og blóm ásamt því að öll efstu tíu sætin fá að eiga sýningareintakið sitt að sýningu lokinni þann 23. apríl.

Við sem stöndum að Ljósbroti erum afar ánægð og stolt og vonum að þetta hafi verið upphafið að áframhaldandi göngu þessarar keppni. Það var magnað að sjá hversu margir framhaldsskólanemar hafa til að bera mikla hæfileika í ljósmyndun! Það er líka svo fallegt þegar allir framhaldsskólanemar eiga jöfn tækifæri til að taka þátt í einhverju. Hér á eftir eru birtar þær myndir sem eru til sýnis í Gallerí Tukt frá 5. apríl til 23. apríl. Til hamingju og takk fyrir að taka þátt!

Ljósmyndarar Top-10 myndanna:

Andrés Pálmason Menntaskólinn að Laugarvatni

Álfheiður Björk Bridde Menntaskólinn að Laugarvatni

Eik Arnþórsdóttir Kvennaskólinn í Reykjavík

Jenný Mikaelsdóttir Tækniskólinn

Ólafur Hrafn Halldórsson Tækniskólinn

Silja Rut Sveinsdóttir Menntaskólinn að Laugarvatni

Þórný Þorsteinsdóttir Menntaskólinn að Laugarvatni

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: