Hvert ætlar þú í sumar?

 

Egyptaland

Ókei, afhverju ættirðu að fara til Egyptalands? Jú, þú ert aldrei að fara að smakka betri hummus en þar. Um leið og þú bragðar á alvöru egypskum hummus í Egyptalandi þá fattarðu að Bónus hummusinn hérna á Íslandi er ekkert nema mysa með exótískum keim.

Fyrir utan það er landið líka mjög fallegt. Ég hitti Bedóína í Sinai eyðimörkinni, þeir voru allir kappklæddir í hitanum, sem kom tíu ára Íslendingnum mér á óvart að sjálfsögðu. Ég fékk að prófa að fara á bak úlfalda. Svo prófaði ég líka að fara á egypskan spítala í Hurghada, vegna þess að ég fékk blóðnasir í hitanum og það leið næstum því yfir mig. Það var ágætt líka. Það voru engir stólar í biðsalnum í spítalanum, það sátu allir bara á gólfinu.

 

 

Túnis

Túnis er skemmtilegt land til að vera í. ISIS samtökin eru reyndar búin að hreiðra um sig í landinu við landamæri Líbýu, en við vorum lengst í burtu frá þeim við botn Miðjarðarhafs. Það voru alltaf tvær löggur við hvert götuhorn að passa upp á fólkið. Frænka mín og ég prófuðum að fara í úlvaldareiðtúr, sem var mjög skemmtilegt. Ég sá svarta geitunga sem voru meinlausir, það var mjög mikið af flottum fiðrildum.

 

 

New York

Það var gaman í New York eða Nýju Örkinni á góðri íslensku. Mjög mikið af fólki samt, alveg troðið. Við hittum leigubílsstjóra sem sagði okkur að hann væri lögreglumaður í dulargervi. Hann sagði okkur líka að hann hafi verið skotinn til bana en komið aftur til lífsins, og hitt Guð. Eða hann sagði okkur að hann væri Jesú og þess vegna lifði hann af. Ég man það ekki alveg.

Ef þið farið einhvern tíman til New York hvet ég ykkur eindregið til þess að reyna að fara á einhvern viðburð í Madison Square Garden. Mjög skemmtileg upplifun.

 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: